Ferskju og bláberjabaka

Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka. Þó smjördeig sé oftast bakað við háan hita í stuttan tíma  er hér betra að hafa hitann aðeins lægri, ferskjurnar eru safaríkar og safinn úr þeim getur lekið út um allt ef hann fær ekki að gufa upp að hluta í bakstrinum.

Bökuna má ýmist bera fram beint úr ofninum, með ís, eða láta hana kólna fyrst.

Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka

3 plötur smjördeig (ca 300 g)

2 ferskar ferskjur

1/2 b bláber

1 dl marsipan í litlum bitum

2 msk púðursykur

1 tsk sítrónusafi

1 eggjarauða

1 dl möndluflögur

1 msk perlusykur.

Fletjið út smjördeigið, leggið matardisk á hvolf ofan á og skerið hring. Skerið ferskjur í sneiðar og þerrið með pappír. Blandið saman ferskjum, bláberjum, marsipani, púðursykri og sítrónusafa og setjið á smjördeigið. Skiljið eftir ca 5 cm brún. Brjótið smjördegið upp á ávextina og penslið með eggjarauðu. Stráið möndluflögum yfir eggjarauðuna. Stráið loks perlusykri yfir allt. Bakið við 175°C í 25-30 mín.

Ferskju- og bláberjabaka Ferskju- og bláberjabaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

Súkkulaðihrákaka – silkimjúk og góð

Súkkulaðihrákaka. Þessi silkimjúka terta bráðnar í munni - ég get lofað ykkur því. Það er eins með þessa köku og svo margar aðrar hrátertur, ef ekki allar, hún verður betri daginn eftir.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.