Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.
Það er sannkallað ævintýri að sjá hvernig búið að að skreyta Flóruna í Grasagarðinum núna fyrir jólin. Eins og áður stendur Marentza þar vaktina og galdrar fram næstum því óteljandi jólarétti sem bornir eru fram á litlum plöttum. Allt unnið á staðnum, meira að segja verkaði hún síldina sjálf. Held hún hafi beðið á bryggjunni þegar síldarskipin lögðu að. Allt bragðgott og fallegt. Til að auka enn frekar á stemninguna spilaði Monika jólalög á hörpu. Það má vel mæla með matnum og jólastemningunni á Flórunni.
Rauðrófur á fetakremi, hangikjöt á laufabrauði með grænertukremi. Makríll, en við náðum hvorugur hvað var undir honum.Rauðrófugrafinn lax með dillmajó. Heitreyktur lax með piparrótar- og eplasalati. Grafin gæs með lifrarfrauði og fíkjusultu. Reykt önd með rauðrófu- og piparrótarsalati. Dönsk lifrarkæfa með fleski og sveppum og súrsæt grísasíða með rauðrófum og sinnepi. Ég legg ekki meira á ykkur 🙂Lambabógur, fylltur með eplum og þurrkuðum ávöxtum. Lungamjúkur síðubiti af grís með puru og andalæra confit í anda jólanna. Með þessu var borið fram trönuberjasinnep, eplasalat, sveppasósa, sætkartöflumús með hvítu súkkulaði og sykurpúðum, heimalagað rauðkál og karamellugljáðar kartöflur.Súkkulaðidrumbur með ítölskum marengs og karamellupoppiJólalegt Crème Brûlée og Riz à l’amande með kirsuberjasósu og piparkökumulningi
Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina #lesistmeðþartilgerðumgleraugum
Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..
Tíu hugmyndir að hátíðlegu meðlæti. Það getur verið vandasamt að velja meðlæti með hátíðarmatnum svo öllum líki. Hér eru tíu hugmyndir að meðlæti - njótið :)