Auglýsing
Ungversk kastaníuterta ungverjaland szeged lóló Beata bea kastaníur
Ungversk kastaníuterta

 Ungversk kastaníuterta

Í Szeged í Ungverjalandi bauð Lola, mamma Beötu, okkur heim. Meðal góðra veitinga hjá henni var þessi kastaníuterta.

UNGVERJALANDKASTANÍUHNETURTERTURBEATA

.

Albert og Lola

Ungversk kastaníuterta

5 egg
4 msk sykur
1 pk (250 g) kastaníumauk*
2-3 msk hveiti
4 msk vatn

Hrærið mjög vel saman eggjarauður og sykur. Bætið kastanníumauki, hveiti og vatni saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið saman við.
Bakið í 25 mín við 170°C

Krem
250 g smjör
1 pk (250g) kastaníumauk
1-2 pk vanillusykur
Þeytið smjör og bætið við kastaníumauk og vanillusykur.

Súkkulaðikrem
150 g sykur
5 msk vatn
2 msk kakó
100 g smjör

*Það er ekki víst að kastaníumauk fáist á Íslandi. Ef svo er megið þið gjarnan láta vita.

.

Uppskriftin með rithönd Lolu
Blómvöndur, íslenski og ungversku fánarnir á kaffiborðinu
Starfsfólk og makar í Tónlistarskóla Ísafjarðar í garðinum hjá Lolu

UNGVERJALANDKASTANÍUHNETURTERTURBEATA

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Kastaníumauk hefur fengist í dósum í Melabúðinni, a.m.k á árum áður.

Comments are closed.