Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar kurteisi mannasiðir Má byrja um leið og maturinn er borinn á borð Klæðnaður í boðum Mega konur varalita sig við matarborðið Símar í matarboðum R.S.V.P. - Svar óskast Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi Allir bjóða öllum - Pálínuboð Má tala um allt í matarboði? Daginn eftir vel heppnað boð
Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Í upphafi ársins setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og getum við gert betur.

Í kjölfarið á þessum borðsiðafærslum hef ég haldið nokkra fyrirlestra um borðsiði, fengið þakkir víða að fyrir færslurnar og hvatningu um að gera meira. Sjáum hvað setur en hér er listinn yfir tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar árið 2016. Smellið á og þá birtist færslan:

  1. Hvað gera konur við veskin sín í boðum 
  2. Má byrja um leið og maturinn er borinn á borð
  3. Klæðnaður í boðum
  4. Mega konur varalita sig við matarborðið
  5. Símar í matarboðum
  6. R.S.V.P. – Svar óskast
  7. Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi
  8. Allir bjóða öllum – Pálínuboð
  9. Má tala um allt í matarboði?
  10. Daginn eftir vel heppnað boð
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Pistasíu- og granateplaterta

Pistasíu- og granateplaterta. Sú hefð hefur myndast hér að baka páskatertu ársins. Á hverju ári bökum við nýja tertu sem hlýtur sæmdartitilinn Páskaterta ársins. Hér má sjá lista yfir páskatertur síðustu ára Að þessu sinni er það undurgóð pistasíu- og granateplaterta. Guð minn góður hvað þessi terta er ljúffeng og það sem meira er: Daginn eftir er hún enn betri. Gleðilega páska

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.