Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar
Í upphafi ársins setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og getum við gert betur.
Í kjölfarið á þessum borðsiðafærslum hef ég haldið nokkra fyrirlestra um borðsiði, fengið þakkir víða að fyrir færslurnar og hvatningu um að gera meira. Sjáum hvað setur en hér er listinn yfir tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar árið 2016. Smellið á og þá birtist færslan:
- Hvað gera konur við veskin sín í boðum
- Má byrja um leið og maturinn er borinn á borð
- Klæðnaður í boðum
- Mega konur varalita sig við matarborðið
- Símar í matarboðum
- R.S.V.P. – Svar óskast
- Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi
- Allir bjóða öllum – Pálínuboð
- Má tala um allt í matarboði?
- Daginn eftir vel heppnað boð