Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar kurteisi mannasiðir Má byrja um leið og maturinn er borinn á borð Klæðnaður í boðum Mega konur varalita sig við matarborðið Símar í matarboðum R.S.V.P. - Svar óskast Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi Allir bjóða öllum - Pálínuboð Má tala um allt í matarboði? Daginn eftir vel heppnað boð
Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Í upphafi ársins setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og getum við gert betur.

Í kjölfarið á þessum borðsiðafærslum hef ég haldið nokkra fyrirlestra um borðsiði, fengið þakkir víða að fyrir færslurnar og hvatningu um að gera meira. Sjáum hvað setur en hér er listinn yfir tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar árið 2016. Smellið á og þá birtist færslan:

  1. Hvað gera konur við veskin sín í boðum 
  2. Má byrja um leið og maturinn er borinn á borð
  3. Klæðnaður í boðum
  4. Mega konur varalita sig við matarborðið
  5. Símar í matarboðum
  6. R.S.V.P. – Svar óskast
  7. Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi
  8. Allir bjóða öllum – Pálínuboð
  9. Má tala um allt í matarboði?
  10. Daginn eftir vel heppnað boð
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.