Auglýsing
Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir
Árdís Hulda, sem er til vinstri við enda borðsins, bauð nokkrum samstarfskonum heim til að fagna sumrinu

Sumargleði með hressum konum

Eftir óvenjulegan vetur var sannarlega ástæða til að gera sér glaðan dag. Árdís Hulda bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð – sannkölluð sumargleði með hressum konum.
🙂
🙂
Fordrykkur með rabarbarasíróp

Fordrykkur með rabarbarasíróp

Rabarbarasíróp
3 rabarbaraleggir
6 msk.  sykur
½  klofin vanillustöng
3 dl kalt vatn
Allt soðið í potti í u.þ.b. 30 mín,, síað gegnum léreft.

Rabbabarafordrykkur
Rabbabarasíróp
Bleikt límónaði (Ölgerðin)
Ferskjulíkjör
Ljóst romm
Kolsýrt vatn

Auglýsing

Skraut: Jarðarber, blóm, klakar, mynta

Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir
Grillaðar risarækjur með engifer, appelsínu og hvítlauk

Grillaðar risarækjur með engifer, appelsínu og hvítlauk f. 6

Spjót – ca 4  á mann með 7 rækjum.
Risarækjur (ca. 28 stk á mann)

Marinering:
2 heilir hvítlaukar (kínverskir)
Engifer, ca 2 cm
2 appelsínur, börkur og safi
4 msk sojasósa
2 msk olía
2 tsk chilliduft
2 tsk turmerik
2 msk hunang
1 msk púðursykur

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.
Rækjurnar þerraðar, settar í mót og marineringunni hellt yfir, láta marinerast í 30 mín.
Spjót (trépinnar) sett í bleyti í vatn í 10 mín) rækjur settar á spjótin, salta og pipra + bera á olíu. Kolagrillað í ca. 1 min á hvorri hlið.

Marineringin sett í pott, bætt í púðursykri, sojasósu og appelsínusafa, soðið niður þar til þykknar, kælt. Notað sem sósa yfir rækjurnar og sallatið þegar búið er að grilla.

Salat
1 rauðlaukur, fínt skorinn
1 vorlaukur
1 rauð papríka
Mýkt í olíu á pönnu, safi úr einu lime og 2 msk púðursykur sett yfir og látið malla þar til karmellast.

Kál
Litlar gúrkur
Jarðaber
Mangó
Paprika

Brauð með rósmarín og fetaosti

Brauð með rósmarín og fetaosti

750 ml volgt vatn
1 bréf þurrger
1,5 msk salt
1 kg hveiti

Öllu hrært saman í skál, látið lyfta sér í 30-45 mín, flatt út á bökunarplötu klædda með bökunarpappír, olía úr fetaostkrukku sett yfir, ásamt fetaosti, rósmaríni og Maldon salti. Látið lyfta sér í 30 mín á plötunni. Bakað í 30 mín við 200° C.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin (fyrir 4).

1 dós/ferna þykk kókosmjólk
¾ bolli rjómi
¼ bolli sykur
½ vanillustöng, skafa fræin úr
2 bl matarlím – sett í kalt vatn

Allt nema matarlím sett í pott, hitað upp að suðu (má ekki sjóða) tekið af hellunni og matarlím sett út í, látið kólna og setja þá í skálar – sett í ísskáp og látið kólna.

Yfir
2 dl frosið mangó sett í pott, ásamt 2 msk sykri. Soðið í ca 10 mín, sett í blender.
2 bl matarlím sett í kalt vatn.
1 passion fruit – ástríðualdin
Safi úr ½ appelsínu
Mangómaukið hitað aftur, passion fruit og appelsínusafi sett út í, ásamt matarlímið. Kælt. Sett yfir búðinginn.

Piccolo tómatar, mozzarella, basilika og balsamic síróp
Rauðvínið og hvítvínið sem Árdís bauð upp á með matnum

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

.

ÁRDÍS HULDAPANNA-COTTARABARBARI

— SUMARGLEÐI MEÐ HRESSUM KONUM —

.