Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta - terta raw Food kaka bláber cake jarðarber blueberry strawberry kíví  hráterta raw cake
Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta

Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.

.

BLÁBERJARÐARBERHRÁTERTUR

.

Bláberja- og jarðarberjaterta – raw

botn
1 b möndlur
2 msk kókosolía, fljótandi
3 döðlur
2 msk vatn
1 tsk vanilluextrakt
1/3 tsk salt

fylling
2 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 20-30 mín
6 msk kókosolia, fljótandi
safi úr einni sítrónu
1 tsk vanilluextrakt
1 msk hunang
1 stór banani
1 b jarðarber, fersk eða frosin
1 b bláber, fersk eða frosin

Botn. saxið döðlurnar gróft og setjið í matvinnsluvél ásamt möndlum, vatni, vanillu og salti og maukið. Takið hringinn af litlu tertuformi og setjið á tertudisk, þjappið deiginu í botninn.

Fylling. Setjið kasjúhentur, olíu, sítrónusafa, vanillu, hunang og banana í matvinnsluvél og maukið vel.

Skiptið maukinu í tvennt. Setjið bláber saman við annan helminginn og jarðarber við hinn.

Hellið bláberjamaukinu yfir botninn og jarðarberjamaukinu þar ofan á.

Geymið í nokkra klst í ísskáp eða yfir nótt.

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw
Bláberja- og jarðarberjaterta
Bláberja- og jarðarberjaterta - raw
Bláberja- og jarðarberjaterta

.

BLÁBERJARÐARBERHRÁTERTUR

BLÁBERJA- OG JARÐARBERJATERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.