Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka signý sæmundsdóttir appelsínukaka formkaka
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu.”

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHGRAND MARNIER

.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka grand marnier formkaka appelsínur
Signý með appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

125 g smjör við stofuhita
100 g sykur
3 egg
1 tsk lyftiduft
150 g hveiti
safi af hálfri appelsínu
rifinn börkur af hálfri appelsínu
smá salt
90 gr saxað dökkt gott 70 % súkkulaði

Hrærið vel saman smjör og sykur, bætið við eggjunum og síðan þurrefnunum, appelsínu og súkkulaði saman við. Setjið í form og bakið í 40 mín við 180°C.

Ofan á:

2 msk smjör
3 msk flórsykur
safi úr 1/2 appelsínu
1-2 msk Grand Marnier

Setjið allt í pott, látið suðuna koma upp og slökkvið þá undir.

Hellið yfir kökuna þegar hún er farin að kólna.

SJÁ EINNIG: #2017Gestabloggari1/52

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka signý Albert
Albert og Signý
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka
Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

.

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHGRAND MARNIER

— APPELSÍNU- OG SÚKKULAÐIFORMKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

sumargrill

Allir bjóða öllum - Potlock party - Pálínuboð. Hin svokölluðu Pálínuboð þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar - allir bjóða öllum til veislu. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu*. 

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave

Ber í rommi

berirommi Ber í rommi

Ber í rommi. Í upphaflegu uppskriftinni voru aðeins ber en ég ákvað að bæta við fleiri ávöxtum. Þannig að nafnið ætti eiginlega að vera: Ávextir í rommi. En hitt hljómar mun betur, sérstaklega ef við höfum í huga hina frægu bók Helgu Sigurðar Grænmeti og ber allt árið sem gárungar þessa lands kölluðu aldrei annað en Ber allt árið