Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka signý sæmundsdóttir sveppabaka laukbaka
Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.

Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHBÖKUR

.

Signý

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Deig:

100 g hveiti
70 g smjör
2 msk kalt vatn.
hnoðið saman og setjið í kæli í a.m.k. klukkustund.

Fylling:

einn laukur
200 g sveppir
100 g beikon
1 msk olía
Tamari sósa

Skerið allt frekar smátt og steikið saman í olíu á pönnu. Smá skvetta Tamari sósa sett saman við til að gefa sérstakt bragð.

Eggjahræran:

4 egg
3. msk rjómi
100 g rifinn bragðmikill ostur ( Gouda sterkur, Jarl, Tindur)
smá nautakraftur

Hrærið öllu vel saman.

Fletjið deigið flatt út í eldfast mót og pikkið botninn og forbakið í ofni í 10 min á 175°C . Þá er fyllingin sett saman við og eggjahrærunni helt yfir og ferskur pipar mulinn yfir. Svo eru herrlegheitin bökuð í ca. 35 mín og borin fram með tómötum og gúrku og eplum smátt skornum. Verði ykkur að góðu.

 

.

#2017Gestabloggari1/52— — SIGNÝ SÆMAPPELSÍNURSÚKKULAÐITERTABRUNCHBÖKUR

LAUK-, SVEPPA- OG BEIKONBAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarinn er nauðsynlegur – Heimilisblaðið 1939

RabarbariNú, þegar sveskjur, rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjög nauðsynlegur. Það má geyma rabarbara á margan hátt, t.d. búa til úr honum sultutau eða saft, eins má geyma hann í vatni og búa svo til úr honum smám saman yfir veturinn grauta o. fl.                    -Heimilisblaðið 1939

Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn. Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.