Kelpnúðlur með pestói og spergilkáli

Kelp Kelpnúðlur með pestói og spergilkáli núðlusalat salat hvað er kelp
Kelpnúðlur með pestói og spergilkáli

Kelpnúðlur með pestó og spergilkáli.

Kelp er þarategund, einskonar grænmeti úr sjó, sem inniheldur mikið af joði, kalíum, járni og kalki. Í 100 g af kelp eru aðeins FIMM HITAEININGAR og eitt gramm af kolvetnum.

KELPNÚÐLURSPERGILKÁLBLÓMKÁL

.

Kelpnúðlur með pestó og spergilkáli

1 pk kelpnúðlur

1/2 spergilkálshöfuð

1/2 blómkálshöfuð

1 1/2 dl fræ og hnetur

1 dl pestó, hellt yfir og öllu blandað saman

Skerið blómkál og spergilkál í munnstóra bita, setjið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir, hellið vatninu af eftir 2 mín. Leggið kelpnúðlur í bleyti í 20 mín og kreystið vatnið úr þeim. Setjið í skál með grænmetinu

þurrristið fræ og hnetur á pönnu

Pestó:

hnefafylli af steinselju (ca einn poki)

1 dl ristaðar möndlur

1-2 msk hampfræ

1 búnt ferskt basil

1 hvítlauksrif

1 msk sítrónusafi

1 tsk salt

smá chilli

1/2 dl ólífuolía

Allt sett í matvinnsluvélina nema ólífuolían og blandað saman, ólífuolíunni hellt útí á meðan vélin er í gangi og klárað að blanda.

Blandið öllu saman og látið standa í ca klst áður en borið er á borð.

KelpA
Kelp núðlur

.

KELPNÚÐLURSPERGILKÁLBLÓMKÁL

KELPNÚÐLUR MEÐ PESTÓI OG SPERGILKÁLI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klementínukaka – mjúk kaka sem leikur við bragðlaukana

Klementínukaka

Klementínukaka. Mjög bragðgóð terta, mjúk og sem leikur við bragðlaukana. Á okkar dögum fást flestir ávextir hér allt árið um kring, nema þá helst klementínur og mandarínur. Þær minna okkur á að nú styttist til jóla.

Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

sumargrill

Allir bjóða öllum - Potlock party - Pálínuboð. Hin svokölluðu Pálínuboð þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar - allir bjóða öllum til veislu. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu*. 

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum. Í góða veðrinu í sumar vann ég á sumarhóteli á þorgrímsstöðum í Breiðdal. Reglulega var bakað bananabrauð sem ég tengi beint við dvölina í sveitasælunni. Oftar en ekki gúffuðum við í okkur nýbakað brauðið með smjöri sem bráðnaði á sneiðinni.