Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu
Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn”
.
Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu!
4 dl grænmetissoð
1 dl grænar linsubaunir
1 dl bóghveitigrjón
2 msk ólífuolía
2 laukar
2 stilkar sellerí
3 gulrætur
4 hvítlauksgeirar
Kryddblanda:
1 tsk majoram
1 tsk timian
Rifinn börkur af sítrónu (heil til hálf, fer e. stærð)
Handfylli af ferskri steinselju, söxuð
1 msk malað kummin
1 tsk rauðar chilli flögur
½ tsk malaðar kardemommur
1 egg
Dressing:
5 msk ólífuolía
safi úr einni sítrónu
salt og pipar
Aðferð:
Hitið grænmetissoðið að suðu og setjið linsubaunirnar í pottinn, lækkið hitann og hrærið þar til þær eru mjúkar (15-20 mín). Sigtið, en geymið vökvann. Setjið linsurnar í stóra skál
Sjóðið bókhveitigrjónin þar til þau eru stinn (u.þ.b. 15 mín)
Hitið olíu í þykkbotna potti, saxið laukinn og steikið þar til hann er glær, bætið þá sellerí, gulrótum og hvítlauk og haldið áfram að elda þar til gulrætur verða mjúkar. Hrærið grænmetisblöndunni út í linsurnar.
Blandið kryddblöndunni saman og setjið til hliðar
Hrærið eggið upp í skál og blandið saman við bókhveitigrjónin þegar þau eru tilbúin beint í pottinum og látið eggið setjast í grjónin. Bætið þá vökvanum úr linsubaununum saman við og hrærið saman.
Blandið bóhveitinu og linsubaununum saman og síðan kryddblöndunni út í ásamt salt og pipar eftir smekk.
Setjið dressingu yfir og blandið vel
Berið fram volgt eða kalt
#2017Gestabloggari4/52