Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar - SUDDALEGT alveg suddalega gott Elva Ósk Óskarsdóttir Auður Gunnarsdóttir Döðlunammi Elvu Óskar - alveg suddalega gott döðlur
Döðlunammi Elvu Óskar – SUDDALEGT alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar

„Dóttir mín kenndi mér að gera þetta nammi – í einhverju heilsuátakinu vildum við finna eitthvað gott að maula sem innihélt ekki hvítan sykur og þetta er útkoman – alveg suddalega gott” segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona.
Ég var svo ljónheppinn að vera „óvart” staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc) gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu)

Leiðir okkar Elvu Óskar lágu þannig saman að hún las með mér inn á ÚTVARPSÞÁTTARÖÐ sem ég gerði fyrir rúmum áratug um franska sjómenn sem sóttu sjóinn við Íslandsstrendur.

#2017Gestabloggari3/52DÖÐLUGOTTFRANSKIR SJÓMENN

.

Elva Ósk Auður Gunnarsdóttir
Elva Ósk og Auður Gunnarsdóttir

Döðlunammi Elvu Óskar

270 g döðlur

120 g kókosolía

2 msk. kakó

Brætt saman við vægan hita og stappað saman þar til þetta er orðið að mauki.

2 msk. chiafræ

3 dl. blásið Quinoa (fæst í Hagkaup)

smá salt

bætið útí maukið, hrærið saman og fletjið út á bökunarpappír, ca. 1-2 cm. á þykkt

Frystið í minnst 2 tíma – skerið í teninga.

Elva Ósk og Albert Eiriksson
Elva Ósk og Albert

#2017Gestabloggari3/52DÖÐLUGOTTFRANSKIR SJÓMENN

— DÖÐLUNAMMIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.