Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar snittur kavíar harðfiskur auður gunnarsdóttir
Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Það er nefnilega þannig að þegar hann kemur heim til Íslands (býr í Þýskalandi) kemur hann gjarnan til okkar hjóna og Óli og hann elda saman dýrindis rétti.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag.” segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

FLEIRI SNITTUR

Auður Gunnarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hrökkbrauð smurt með smjöri eða smjörva ( Wasa frukost eða sesam)

Harðfiskur (flök)

Grásleppukavíar (rauður og svartur)

-Hrökkbrauð skorið niður í litla ferninga

-Harðfiskur klipptur í passlega bita og settur ofan á

-Skreytt með rauðum og svörtum grásleppukavíar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies góðgæti með Þristi

 

 

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

fiskur

Ofnbakaður lax með brauðhjúp. Enn einn rétturinn úr Downton Abbey þáttunum. Ef vill má strá nokkrum kornum af raspi yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Auðvitað þarf ekki að nota lax en eins og kunnugt er er feitur fiskur hollari og því um að gera að hafa það bak við eyrað.