Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar snittur kavíar harðfiskur auður gunnarsdóttir
Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Það er nefnilega þannig að þegar hann kemur heim til Íslands (býr í Þýskalandi) kemur hann gjarnan til okkar hjóna og Óli og hann elda saman dýrindis rétti.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag.” segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

FLEIRI SNITTUR

Auður Gunnarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hrökkbrauð smurt með smjöri eða smjörva ( Wasa frukost eða sesam)

Harðfiskur (flök)

Grásleppukavíar (rauður og svartur)

-Hrökkbrauð skorið niður í litla ferninga

-Harðfiskur klipptur í passlega bita og settur ofan á

-Skreytt með rauðum og svörtum grásleppukavíar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.