Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar snittur kavíar harðfiskur auður gunnarsdóttir
Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Það er nefnilega þannig að þegar hann kemur heim til Íslands (býr í Þýskalandi) kemur hann gjarnan til okkar hjóna og Óli og hann elda saman dýrindis rétti.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag.” segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

FLEIRI SNITTUR

Auður Gunnarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hrökkbrauð smurt með smjöri eða smjörva ( Wasa frukost eða sesam)

Harðfiskur (flök)

Grásleppukavíar (rauður og svartur)

-Hrökkbrauð skorið niður í litla ferninga

-Harðfiskur klipptur í passlega bita og settur ofan á

-Skreytt með rauðum og svörtum grásleppukavíar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.