Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar snittur kavíar harðfiskur auður gunnarsdóttir
Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Það er nefnilega þannig að þegar hann kemur heim til Íslands (býr í Þýskalandi) kemur hann gjarnan til okkar hjóna og Óli og hann elda saman dýrindis rétti.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag.” segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

FLEIRI SNITTUR

Auður Gunnarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hrökkbrauð smurt með smjöri eða smjörva ( Wasa frukost eða sesam)

Harðfiskur (flök)

Grásleppukavíar (rauður og svartur)

-Hrökkbrauð skorið niður í litla ferninga

-Harðfiskur klipptur í passlega bita og settur ofan á

-Skreytt með rauðum og svörtum grásleppukavíar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.