Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar snittur kavíar harðfiskur auður gunnarsdóttir
Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Það er nefnilega þannig að þegar hann kemur heim til Íslands (býr í Þýskalandi) kemur hann gjarnan til okkar hjóna og Óli og hann elda saman dýrindis rétti.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag.” segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

FLEIRI SNITTUR

Auður Gunnarsdóttir
Auður Gunnarsdóttir

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hrökkbrauð smurt með smjöri eða smjörva ( Wasa frukost eða sesam)

Harðfiskur (flök)

Grásleppukavíar (rauður og svartur)

-Hrökkbrauð skorið niður í litla ferninga

-Harðfiskur klipptur í passlega bita og settur ofan á

-Skreytt með rauðum og svörtum grásleppukavíar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Hraunfiskur a la Jón Rúnar
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.