Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís Björg þórsdóttir SKYR rabarbari skyreftirréttur
Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís

Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

„Mamma kom heim með þetta lakkrís duft frá Ninu, danskri frænku minni fyrir nokkrum árum síðan. Nina hafði boðið upp á gúrkusneiðar með lakkrís með kampavíni í fordrykk. Þetta hef ég nokkrum sinnum gert eftir henni og það vekur ávallt mikla lukku.
Svo er himneskt að sáldra svolitlu lakkrísdufti yfir þunnar eplasneiðar, já eða popp þegar mann langar í eitthvað sætt. Svo er það líka mjög gott út á ís. En síðast bætti ég lakkrisdufti í fimmkrydda blöndu þegar ég eldaði andabringur.
Möguleikarnir eru óteljandi.” segir listakokkurinn Björg

— #2017Gestabloggari9/52SKYRRABARBARIBJÖRG ÞÓRSDÓTTIR

.

Hrálakkrísduft frá Johan Bülow (fæst í Epal)

Rabarbaraskyr með lakkrís

1 dós skyr, óhrært (400g)

1 tsk vanilluduft

50 g sykur

mjólk

400 g rabarbari

100 g sykur (jafnvel minna!)

1 lime, safi og smávegis börkur

nokkur bláber, til að fá rauða litinn.

Hrálakkrísduft frá Johan Bülow (fæst í Epal)

Rabarbarinn og bláberin er soðinn með sykrinum í potti með þykkum botni í nokkrar mínútur. Þá er lime-safanum og berkinum bætt út í og soðið í mínútu í viðbót eða svo. Sett í hreina krukku. Geymist í ísskáp í nokkra daga. Þessi sulta er líka góð til að bragðbæta ab-mjólk og chia búðinga.
Skyrið er hrært samkvæmt venju með mjólk og sykri og vanillu bætt við. Vegna þess hve vanillan er sæt og rabarbarasultan er borin fram með skyrinu, má minnka sykurinn talsvert.
Skyrið er sett í skál og rabarbarasultan ofan á. Svolitlu af lakkrísdufti sáldrað yfir. Borið fram strax.

„Lakkrísduftið frá Johan Bülow fæst bæði gróft og fínt og er agalega gott á næstum allt! Hugmyndin af réttinum kemur úr uppskriftabókinni hans, en var ekki fylgt nákvæmlega.”

 

Rabarbaraskyr með lakkrís

— #2017Gestabloggari9/52SKYRRABARBARIBJÖRG ÞÓRSDÓTTIR

— RABARBARASKYR MEÐ LAKKRÍS — 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berunes í Berufirði – natni, metnaður og persónuleg þjónusta

Berunes í BerufirðiPersónuleg þjónusta og natni í einu og öllu er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna á Berunesi í Berufirði. Hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp starfsemina og staðið vaktina í á fimmta áratug. Ólafur er sannkallaður völundur og bera hús á Berunesi og allt umhverfi þeim hjónum fagurt vitni. Á Berunesi borðuðum við bragðmikla og góða fiskisúpu sem innihélt nokkrar tegundir af fiski, hrogn og allskonar grænmeti. Með súpunni voru þrjár tegundir af heimabökuðum ljúffengum bollum, stökkar að utan og mjúkar að innan. Á borðinu við hliðina á okkur voru dönsk hjón alveg yfir sig ánægð með súpuna (eins og við) og gáfu henni „fimm kokkahúfur” - fullt hús. 

Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni. Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar, hún er kannski ekki sú hollasta  sem til er - en mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri - já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

SaveSave

SaveSave