Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís Björg þórsdóttir SKYR rabarbari skyreftirréttur
Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís

Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

„Mamma kom heim með þetta lakkrís duft frá Ninu, danskri frænku minni fyrir nokkrum árum síðan. Nina hafði boðið upp á gúrkusneiðar með lakkrís með kampavíni í fordrykk. Þetta hef ég nokkrum sinnum gert eftir henni og það vekur ávallt mikla lukku.
Svo er himneskt að sáldra svolitlu lakkrísdufti yfir þunnar eplasneiðar, já eða popp þegar mann langar í eitthvað sætt. Svo er það líka mjög gott út á ís. En síðast bætti ég lakkrisdufti í fimmkrydda blöndu þegar ég eldaði andabringur.
Möguleikarnir eru óteljandi.” segir listakokkurinn Björg

— #2017Gestabloggari9/52SKYRRABARBARIBJÖRG ÞÓRSDÓTTIR

.

Hrálakkrísduft frá Johan Bülow (fæst í Epal)

Rabarbaraskyr með lakkrís

1 dós skyr, óhrært (400g)

1 tsk vanilluduft

50 g sykur

mjólk

400 g rabarbari

100 g sykur (jafnvel minna!)

1 lime, safi og smávegis börkur

nokkur bláber, til að fá rauða litinn.

Hrálakkrísduft frá Johan Bülow (fæst í Epal)

Rabarbarinn og bláberin er soðinn með sykrinum í potti með þykkum botni í nokkrar mínútur. Þá er lime-safanum og berkinum bætt út í og soðið í mínútu í viðbót eða svo. Sett í hreina krukku. Geymist í ísskáp í nokkra daga. Þessi sulta er líka góð til að bragðbæta ab-mjólk og chia búðinga.
Skyrið er hrært samkvæmt venju með mjólk og sykri og vanillu bætt við. Vegna þess hve vanillan er sæt og rabarbarasultan er borin fram með skyrinu, má minnka sykurinn talsvert.
Skyrið er sett í skál og rabarbarasultan ofan á. Svolitlu af lakkrísdufti sáldrað yfir. Borið fram strax.

„Lakkrísduftið frá Johan Bülow fæst bæði gróft og fínt og er agalega gott á næstum allt! Hugmyndin af réttinum kemur úr uppskriftabókinni hans, en var ekki fylgt nákvæmlega.”

 

Rabarbaraskyr með lakkrís

— #2017Gestabloggari9/52SKYRRABARBARIBJÖRG ÞÓRSDÓTTIR

— RABARBARASKYR MEÐ LAKKRÍS — 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.