Úkraínskar súkkulaðitrufflur

Úkraínskar súkkulaðitrufflur - шоколадні трюфелі
Úkraínskar súkkulaðitrufflur – шоколадні трюфелі

Úkraínskar súkkulaðitrufflur

Á úkraínskri uppskriftasíðu fann ég uppskrift af súkkulaðitrufflum. Það sem gerir þessar öðruvísi en aðrar er að notaðir eru svampbotnar, þeir muldir niður, bakaðir/þurrkaðir í ofni. Á þessari sömu síðu sá ég að að algengt er að nota brauð saman við t.d. kjöt og fiskibollur, það er notað ásamt hveiti.

🇺🇦

— ÚKRAÍNATRUFFLURSÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTIVANILLUEXTRAKTSVAMPBOTNAR

🇺🇦

Úkraínskar súkkulaðitrufflur


Súkkulaðitrufflur

2 svampbotnar – UPPSKRIFTIR HÉR
230 g mjúkt smjör
1 dl rjómi
4 msk kakó + 2 msk yfir kúlurnar
1 b pekanhnetur
1/2 tsk salt
2 tsk vanillu extrakt.

Myljið svampbotnana gróft niður og setjið í ofnskúffu. Bakið við 175°C í um 15 mín. Hrærið í og passið að brenni ekki. Kælið. Myljið fínt. Þurrristið pekanhnetur og kælið. Malið hneturnar (ekki of fínt). Þeytið saman smjör og rjóma ásamt salti og vanillu. Bætið tertu- og hnetumylsnunni saman við. Mótið kúlur og stráið kakói yfir. Kælið.

🇺🇦

— ÚKRAÍNATRUFFLURSÚKKULAÐIEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTIVANILLUEXTRAKTSVAMPBOTNAR

ÚKRAÍNSKAR SÚKKULAÐITRUFFLUR

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta. Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

Vagninn á Flateyri

Vagninn á Flateyri opnaði síðastliðna helgi eftir hálfgerðan vetrardvala og verður opinn í allt sumar með fullri starfsemi. Framundan er viðburðarríkt sumar með fjölda uppákoma, tónleika, plötusnúða, uppistands, knattspyrnuspennu, barnavagns og annars sprells. Elísabet Reynisdóttir matgæðingur, næringarfræðingur og hressleikabomba stendur vaktina í eldhúsinu en inn á milli mæta handvaldir framúrskarandi gestakokkar

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt. Stundum höfum við lítinn tíma og vantar kaffimeðlæti með stuttum fyrirvara. Þessa bláberjaböku má útbúa með mjög stuttum fyrirvara og bera fram beint úr ofninum. Ótrúlega einföld, sumarleg baka sem á alltaf við.