Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

kartöfluvínarbrauð, sulta, möndlur, kaffimeðlæti Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu kartöflur fljótlegt afgangs afgangar vínarbrauð sulta með sultu
Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð

Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð 🙂  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti – þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd – nota bláberjasultu.

VÍNARBRAUÐ — KARTÖFLURKAFFIMEÐLÆTISULTA

.

kartöfluvínarbrauð afgangar kartöfluafgangar
Kartöfluvínarbrauð

Kartöfluvínarbrauð

200 g smjörlíki

200 g hveiti

200 g soðnar kartöflur

1 tsk kardimommur

1/2 tsk lyftiduft

1/3 tsk matarsódi

Rabarbaradsulta eða bláberjasulta

egg til að pensla

2 msk möndluflögur

1 msk grófur sykur

Merjið kartöflurnar og blandið saman við þær hveiti, smjörlíki, kardimommur, lyftiduft og matarsóda. Hnoðið vel saman. Hnoðið hveiti upp í ef þar eða eins og þarf, fletjið út með kökukefli og skerið tvær lengjur sem eru ca 10 cm á breidd. Dreyfið sultu á og brjótið brúnirnar inn að miðju, samt ekki alveg alla leið.  Penslið með eggi, stráið möndluflögum yfir og grófum sykri. Bakið í 20 mín við um 175°C

.

VÍNARBRAUÐ — KARTÖFLURKAFFIMEÐLÆTISULTA

— KARTÖFLUVÍNARBRAUÐIÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið