Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

kartöfluvínarbrauð, sulta, möndlur, kaffimeðlæti Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu kartöflur fljótlegt afgangs afgangar vínarbrauð sulta með sultu
Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð

Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð 🙂  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti – þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd – nota bláberjasultu.

VÍNARBRAUÐ — KARTÖFLURKAFFIMEÐLÆTISULTA

.

kartöfluvínarbrauð afgangar kartöfluafgangar
Kartöfluvínarbrauð

Kartöfluvínarbrauð

200 g smjörlíki

200 g hveiti

200 g soðnar kartöflur

1 tsk kardimommur

1/2 tsk lyftiduft

1/3 tsk matarsódi

Rabarbaradsulta eða bláberjasulta

egg til að pensla

2 msk möndluflögur

1 msk grófur sykur

Merjið kartöflurnar og blandið saman við þær hveiti, smjörlíki, kardimommur, lyftiduft og matarsóda. Hnoðið vel saman. Hnoðið hveiti upp í ef þar eða eins og þarf, fletjið út með kökukefli og skerið tvær lengjur sem eru ca 10 cm á breidd. Dreyfið sultu á og brjótið brúnirnar inn að miðju, samt ekki alveg alla leið.  Penslið með eggi, stráið möndluflögum yfir og grófum sykri. Bakið í 20 mín við um 175°C

.

VÍNARBRAUÐ — KARTÖFLURKAFFIMEÐLÆTISULTA

— KARTÖFLUVÍNARBRAUÐIÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.