Auglýsing
Rabarbarasulta RABARBARI rabbabari sulta sultutau
Rabarbarasulta

Rabarbarasulta

Í gamla daga var oftast haft kíló af sykri á móti kílói af rabarbara. Sennilega hefur hugsunin verið með því að láta sultuna geymast sem lengst. Núna getum við fryst rabarbarann og soðið sultu oftar yfir árið. Vatnið í uppskriftinni er fyrst og fremst svo rabarbarinn brenni ekki við í upphafi. Alls ekki gleyma saltinu, þó það hljómi framandi í fyrstu – saltið bragðbætir sultuna verulega.

.

Auglýsing

RABARBARISULTAÍSLENSKT

Rabarbarasulta

2 kg rabarbari

1 kg sykur

1 tsk salt

2-3 msk vatn

Skolið rabarbarann og skerið niður í litla bita og setjið í pott ásamt sykri, salti og vatni. Sjóðið, án loks, þangað til sultan er orðin passlega þykk og ekki of dökk. Setjið strax í hreinar glerkrukkur og lokið þeim strax. Geymið á köldum stað.

Þegar sultan er tilbúin er um að gera að útbúa Hjónabandssælu eða baka pönnukökur og bjóða svo í kaffi.

RABARBARISULTAÍSLENSKT

RABARBARASULTA

1 athugasemd

  1. Ég geri rababarsultu eftir uppskrift ömmusystur minnar sem var fædd 1890. Hún lét rababaran standa með sykrynum yfir nótt. Svo sauð hún rababarann í ca. korter og hakkaði svo í gömlu handsnúnu hakkavélinni. Setti svo aftur í pottinn og sauð áfram ca. í hálftima,. Kíló á móti kílói. En ég mnnkaði sykuurinn í ca. 600 gr. og nota svo töfrasprotan í staðin fyrir hakkavelina. Ef mér finnst sultan ekki falleg á litinn þá set ég rauðan matarlit í. Mamma sauð og sauð sultuna þangað hún var orði þykk og dökk á litinn. Það hentaði ekki ömmusystur minni eða mér við erum freka fljótlátar.

Comments are closed.