Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði frida chocolade gylfadóttir kaffihús súkkulaðikaffihús

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Þegar Siglfirðingar eru annars vegar kemur manni ekkert á óvart lengur, þar fær fólk hugmyndir og lætur verkin tala. Síðasta sumar opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaði- og kaffihús á Siglufirði.

Hvernig varð hugmyndin til? Kaffihúsið varð til þá er það helst að ég missti vinnuna í nóvember 2015. Eiginmaðurinn gat ekki hugsað sér að mér leiddist einni heima alla daga 🙂, vitandi það að þegar maður er kominn á sextugsaldurinn þá liggja ekki atvinnutilboðin og bíða eftir manni, svo hann fékk þá hugmynd að breyta vinnustofunni minni, þar sem ég hafði málað í 10 ár, í kaffihús þar sem verkin mín fengu notið sín og konfektið sem ég hafði verið að búa til í 10 til 15 ár. Ég hafði gert það bara í eldhúsinu heima og gert tilraunir á ættingjum og vinum(nota bene það eru allir á lífi ennþá:-)). Mér fannst þetta alltof klikkuð hugmynd til að slá hana út af borðinu svo við byrjuðum að rífa vinnustofuna til að rýma fyrir kaffihúsinu og konfektvinnslunni. Við tók smá bið eftir iðnaðarmönnum sem ég notaði til að skreppa í súkkulaðiskóla í Belgíu, sem var algjör snilld, kenndi manni á græjurnar, hvar allt fengist og fleira. Svo opnaði ég í júní og hefur verið mun meira að gera en ég átti nokkurn tíma von á.

#2017Gestabloggari17/52

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Gunni

300 gr. gott dökkt súkkulaði

50 gr. smjör

2 dl.rjóma

1 tsk chili

1/2 tsk cheyanne,

pínu mulið chili

pínu klípa gróft salt

Setjið allt í pott og bræðið saman í rólegheitum þar til orðið glansandi og silkimjúkt. Setjið annað hvort í skál og skafið upp í kúlur daginn eftir og síðan velt upp úr góðu kakói eða hjúpið dökku súkkulaði. Má líka sprauta sem fyllingu í steyptar skeljar.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Solveig
þennan mola verður að steypa, því þetta eru skeljar steyptar úr góðu dökku súkkulaði og síðan fylltar með góðu hnetusmjöri, síðan lokað með sama dökka súkkulaðinu. Einfaldur en samt svo hrikalega góður moli. Mjóg gjarnan keyptur af þeim sem eiga erfitt með magann og eru með mjólkuróþol.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði frida siglufjörður

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.