Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp
Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp 🙂
— RANNVEIG FRÍÐA — #2017Gestabloggari15/52 — AUSTURRÍKI — TERTUR —
.
Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp
250 gr. sykur
250 gr. smjör eða smjörlíki (ég nota alltaf smjör)
4 egg
250 gr. hveiti (stundum nota ég heilhveiti eða hveiti til helminga)
2 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
1 tsk kakó
1 tsk kanill
100-150 gr. súkkulaðispænir eða fínt rifið dökkt súkkulaði
1/8 – ¼ l. rauðvín
Gott er að hafa smjör og egg við stofuhita! Hærið sykur og smjör vel saman, bætið eggjunum við einu í senn ásamt vanilludropum. Því næst hveiti, kakói, kanil og lyftdufti og blandað varlega út í ásamt rauðvíninu. Deigið á ekki að renna, en það má heldur ekki vera of þykkt. Siðast er súkkulaðinu bætt við. Bakað við 180° í 50-60 mín.
50 mín. nægja yfirleitt ef ofninn er með blæstri. Ég nota u.þ.b. 26 cm form.
Kakan látin kólna aðeins, sett á kökudisk og þunnt lag af marmelaði ofan á, má vera hvað sem er en mér finnst súrara marmelaði eins og rifsber betra. Hvíti hjúpurinn hitaður varlega, aðeins látinn kólna og varlega hellt yfir. Mér finnst kakan betri ef hún er gerð kvöldinu áður en notuð. Ég hef ábyggilega bakað þessa uppskrift í 30 ár. Það er eins hægt að strá flórsýkri yfir kökuna eða súkkulaðihjúpa hana með dökku súkkulaði. Þeyttur rjómi er ómissandi með!
.
— RANNVEIG FRÍÐA — #2017Gestabloggari15/52 — AUSTURRÍKI — TERTUR —
.