Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Berneaise sósa frá grunni Gunnar Bjarnason essence Helena steinarsdóttir góð sósa með kjöti  grill grillmatur nautakjöt nautalund lamb lambalæri bernes
Bernaise sósa frá grunni – brjálæðislega góð

Bernaise sósa frá grunni

Það má nú alveg tala um endurkomu Bernaise sósunnar – mikið er alvöru Bernaise sósa gerð frá grunni góð. Sósan er upphaflega frönsk og minnir um margt á Hollandaise sósu. Bernaise passar sérstaklega vel með nautasteik og  lambalæri – já ég held bara flestu kjöti. Í matarboði Gunnars og Helenu var Berneaise sósa sem Gunnar lagaði frá grunni.

GUNNAR BJARNASONBERNAISESÓSURMATARBOÐ

.

Bernaise sósa

12 eggjarauður
500 gr smjör
Essence (sjá hér að neðan)
1 msk estragon
salt og pipar.

Bernaise essence

150 ml rauðvínsedik
150 ml hvítvínsedik
2 greinar estragon
10 piparkorn
1 skallot laukur
1 rauður chillipipar.

Bernaise essence: Skerið laukinn smátt og chilli eftir endilöngu. Blandið öllu saman í lítinn pott og látið sjóða niður þar til ca. 2-3 msk eru eftir af vökva í pottinum. Þetta er líklegast óvinsælasta aðgerðin á heimilinu þar sem lyktin sem stígur upp fer ekki framhjá neinum.

Bernaise sósa: Bræðið smjörið við lágan hita. Stífþeytið eggjarauðurnar með handþeytara.
Áður en smjörið fer útí þá blanda ég essenceinum hrært varlega útí eggjarauðurnar. Þegar smjörið er brætt þá verður að passa að það sé ekki of heitt, og því blandað varlega saman við eggjarauðurnar og hrært með písk á meðan. Ég nota ekki „hvitu kornin“ sem verða eftir neðst.
Estragon skorið smátt og bætt útí, smakkað til með salti og pipar. Ég ber hana fram kalda eða svo gott sem kalda.

GUNNAR BJARNASON

Matarboð Gunnars og Helenu: Albert, Guðrún, Herdís, Helena, Jakob, Bergþór og Gunnar
Matarboð Gunnars og Helenu: Albert, Guðrún, Herdís, Helena, Jakob, Bergþór og Gunnar
Gunnar setur Bernaise sósu á matardiskana
Gunnar setur Bernaise sósu á matardiskana

.

GUNNAR BJARNASONBERNAISESÓSURMATARBOÐ

— BERNAISESÓSA FRÁ GRUNNI —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu. Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er "Maður er manns gaman" - í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni. Tíu ára frænka mín sendi inn meðfylgjandi uppskrift og vann fyrstu verðlaun fyrir.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"