Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat FRAKKLAND NORÐUR AFRÍKA BÚLGUR SALAT KRISTÍN JÓNSDÓTTIR PARÍSARDAMA
Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

FRAKKLANDSALÖT

Hér kemur hugmynd að hlutföllum, en þetta eru engin geimvísindi og hverjum og einum ráðlagt að nota bara eigin tilfinningu:

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat.

1 stórt vatnsglas af búlgum sem leggja skal í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Látið kólna í skál en passið að væta með ólívuolíu til að þetta verði ekki að klessu. Það má líka alveg blanda öllu í grjónin volg, ef hægt er að kæla í ísskáp áður en borið er fram.
2 búnt af steinselju, fínsöxuð. Það er hægt að fá frosna saxaða steinselju, sem getur flýtt ansi hreint fyrir. En ef þú notar búntin, þarf að slíta laufin af stilkunum og svo er snilldarráð að klippa þau með skærum ofan í frekar breiðu glasi eins og t.d. viskíglasi. Sem sagt fylla glasið af laufum og láta svo skærin hamast á þessu. Það er lítið mál þótt eitthvað af stilkunum fari með.
1 búnt af myntu, fínsaxað. Sama ráð og með steinseljuna, annað hvort kaupa frosna eða klippa í glasi.
4 tómatar. Skipta í fernt. Tæma vökvann og fræin innan úr, saxa svo „harða“ hlutann niður í sem fallegasta teninga. Þetta er dálítið maus, en það er hollt og gott að skera tómata og ágætt að gera þetta meðan hlustað er á útvarp eða tónlist. Svo er tilvalið að nota innvolsið í til dæmis tómatsósu eða súpu, ef þið eruð ekki með moltu og finnst erfitt að henda mat.
Eitt búnt af vorlauk eða eitthvað af þessum hvítu bragðmildu laukum, saxaðir smátt.
Dágott magn af ólívuolíu, mig langar að nefna hálfan desilítra, en það verður bara að hræra og finna þetta.
1 – 2 sítrónur, safinn kreistur úr og blandað út í. Fer eftir stærð þeirra og safamagni hvort þið notið eina eða tvær.
Salt og pipar ef vill og eftir smekk.

Fleiri hugmyndir að því sem setja má í tabúle: Fínsöxuð paprika, gúrkur, kúrbítur, ólívur, rúsinur (til dæmis kúrennur, þessar agnarsmáu), túnfiskur eða kjúklingur í tæjum. Allt er leyfilegt og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

.

— TABÚLE SALAT —

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.