Ömurleg framkoma eigenda Hressingarskálans
Hressingarskálinn er eflaust lang-fínasti businessstaðurinn í Reykjavík í matsölu og kaffisölu. Þar er fullt frá morgni til kvölds og eigendur svo stórir með sig, að þeir köstuðu a.m.k. tólf fastagestum út, sem drukkið hafa þar kaffi í áratug, sumir lengur, og gerðu allt að kr. 80-100 þúsund kr. viðskipti á ári eður meira. Ágreiningsefni var, að fyrirtækið mátti ekki vera að því að taka frá borð handa þessum gestum sínum. Það er alltaf munur að kunna sig í veitingamennskunni – sérstaklega þegar efnin eru nógu mikil.
-lesendabréf í Mánudagsblaðinu frá mars 1961.