Þorláksmessuboð á Ásum

Þorláksmessuboðið í Húsfreyjunni Riz à l’amande síld sinnepssíld tómatsíld síldarsalat húsfreyjan ásar eyjafjarðarsveit hrefna laufey ingólfsdóttir árni sigurðsson -- HREFNA LAUFEY -- JÓLIN -- AKUREYRI — ÞORLÁKSMESSA -- SMÁKÖKUR -- SÍLD -- RÚGBRAUÐ -- JÓLASALAT -- SVEPPAPATÉ -- HAFRAKOSSAR -- RIS A LA MANDE - SMÁKÖKUR --
Þorláksmessuboðið á Ásum í Húsfreyjunni

Þorláksmessuboð á Ásum

Tíu kílómetrum innan við Akureyri reka Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og Árni Sigurðsson Gistiheimilið Ása. Þegar börnin voru flutt að heiman breyttu þau bílskúrnum í íbúð fyrir sig og gerðu íbúðarhúsið að gistiheimili. Það er svo undurljúft að sofa úti í sveit við galopinn glugga í íslenskri náttúru eins og hún gerist fallegust. Aðalatriðið er nú samt hve smekklegt allt er á Ásum og natni við alla hluti, hér verða smáatriði að ævintýri. Öllu haganlega fyrir komið og allt svo fallegt. Þjónustulipurð og alúð í öllu – kemur ekkert á óvart að þau hafi fengið fullt hús stiga frá gestum Booking á hverju ári frá því þau hófu reksturinn, árið 2017.
Auk þess að bjóða upp á gistingu stærstan hluta ársins, taka þau líka á móti fólki í kvöldverði og morgunverði yfir vetrarmánuðina. Á aðventunni bjóða þau svo upp á jólakvöldverði, jólamorgunverði og jóladekurgistingu. Það finnst þeim ómissandi hluti af þessum yndislega tíma sem aðventan er.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSASMÁKÖKURSÍLDRÚGBRAUÐJÓLASALATSVEPPAPATÉHAFRAKOSSAR — SMÁKÖKURRiz à l’amande

.

Það er ævintýralegt að koma heim að Ásum, jólalegra verður það nú varla.
Hrefna Laufey og Árni hafa þann skemmtilega sið að bjóða fjölskyldu og vinum til smáréttaveislu á Þorláksmessu. Þau hjónin eru samhent í jólastússinu og njóta þess að undirbúa jólahátíðina með góðum fyrirvara.

Sinnepssíld og tómatsíld

Tómatsíld

6 síldarflök
2 dl. tómatpuré
2 dl. olía
75 g challottulaukur
2 hvítlauksgeirar
1 dl. sherry
ferskt timian
salt
pipar
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

Sinnepssíld

6 síldarflök
1,5 d. Dijon sinnep
1 dl. olía
1 dl. dökkur púðursykur
½ msk. sinnepskorn
½ dl. hvítvín
Smá ferskt dill
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

Fiskipaté

Fiskipaté

6 dl. eldaður fiskur (hvaða fiskur sem er)
3 dl. rjómi (þeyttur)
2 dl. mæjónes
2 dl. sætt sinnep
1 dl. Chilisósa frá Heinz
2 tsk. smátt saxaður laukur
Buljong gel frá Toro (sjóða 2 dl. Vatni og hræra gelinu saman við. Kæla svo með 3 dl. af köldu vatni)
2 tsk. Ítalíukrydd frá Pottagöldrum
1 tsk. Dill
Salt og pipar

Öllu blandað saman, nema Buljong geli, rjóma og fiski. Buljong gelið blandað samn við og síðast fiskinum og rjómanum. Borið fram með graflaxsósu og góðu brauði.

Rúgbrauð

Rúgbrauð

2 bollar hveiti
2 bollar heilhveiti
2 bollar rúgmjöl
2 tsk lyftduft
2 tsk salt
2 tsk natron(matarsódi)
500 gr síróp
1 líter súrmjólk

Bakað við 150°C í 4 klukkutíma í Macintosh bauk, lokið á. Smjörpappír settur innan í.

Jólasalat

3 epli
3 msk. mæjónes (hrært saman við eplin, svo þau verði ekki brún)
10 sneiðar rauðrófur (u.þ.b.)
½ l. þeyttur rjómi (u.þ.b.)

Afhýðið epli og skerið í bita. Blandið saman rjóma og mæjónesi, setjið epli út í og brytjaðar rauðrófur. Látið bíða í ísskáp í nokkrar klst.

Sveppapaté

​​Sveppapaté

3-4 msk ólífuolía
1 b saxaður laukur
3 hvítlauksgeirar
1 ½ tsk timian
1 ½ tsk estragon
1 tsk salt
pipar
caynne pipar
1 askja saxaðir sveppir
1 b léttristaðar valhnetur
3/4 b möndlusmjör
1 tsk balsamik edik
vatn til að þynna, ef þarf.

Hitið ólífuolíu í stórri pönnu við meðalhita, setjið laukinn út í og steikið í 3-5 mín þar til hann er glær. Bætið hvítlauk og kryddum saman við og steikið áfram í eina mín. Bætið því næst niðursneiddum sveppum í og steikið í 7-10 mín eða þar til þeir eru mjúkir. Lækkið hita ef nauðsynlegt er svo þeir brenni ekki.

Á meðan sveppirnir steikjast, setjið valhneturnar í matvinnsluvélina og malið fínt. Setjið sveppablönduna út í valhneturnar í matvinnsluvélina, ásamt balsamediki og möndlusmjöri. Blandið vel saman og bætið við vatni ef þarf, þar til þetta er passlega mjúkt. Á að líkjast kæfu.

Setjið í ílát, lokið vel og kælið í amk klst.

 

Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi

Hafrakossar með hvítsúkkulaðismjörkremi

Hafrakossar:

250 gr smjör við stofuhita
2 dl púðursykur
1 dl sykur
1 egg
2 tsk vanilludropar
3 dl hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk kanill
½ tsk engifer
½ tsk negull
6 dl haframjöl (ekki grófir hafrar)

Hitið ofn í 170°C með blæstri. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljós. Bætið eggi og vanilludropum út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil, engifer og negul. Bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrunum út í og blandið þar til rétt svo komið saman.
Myndið litlar kúlur úr deiginu, þrýstið ofan á þær með glasbotni til að fletja þær út. Setjið kökurnar á bökunarplötu og bakið í 8-10 mínútur. Kælið fyrir samsetningu.

Hvítsúkkulaði swiss meringue smjörkrem:

200 gr eggjahvítur (má nota eggjahvítur úr brúsa)
¼ tsk cream of tartar (þarf einungis ef eggjahvítur úr brúsa eru notaðar)
250 gr sykur
425 gr smjör við stofuhita
1 tsk vanilludropar
100 gr hvítt súkkulaði

Setjið eggjahvíturnar, sykurinn og cream of tartar (ef notað) í hitaþolna skál sem er búið að strjúka innan úr borðediki eða sítrónusafa. Ef hrærivélaskálin sem á að nota í kremgerðina er hitaþolin mæli ég með að nota hana til að spara uppvaskið. Hitið eggjasykurblönduna yfir vatnsbaði og hrærið í á meðan, þangað til sykurinn er uppleystur. Best er að finna það með því að nudda blöndunni milli fingranna, gætið þess bara að brenna ykkur ekki. Þegar sykurinn er uppleystur, takið skálina af hitanum og skellið henni á hrærivélina (eða færið eggjasykurblönduna yfir í hrærivélaskálina ef þið notuðuð aðra skál). Þurrkið af þeytarastykkinu á hrærivélina með borðediki eða sítrónusafa. Þeytið á háum hraða þangað til stífir toppar myndast.
Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið lítillega.
Á meðan marengsinn þeytist, skerið smjör niður í ca 2.5 cm kubba. Þegar margensinn myndar stífa toppa, bætið smjörinu rólega út í, einum bita í einu, en þeytið áfram á háum hraða. Leyfið hverjum smjörkubbi að blandast við kremið áður en næsta er bætt út í.
Hrærið áfram á háum hraða þegar allt smjörið er komið út í, þangað til blandan er orðin að silkimjúku smjörkremi. Í miðju ferlinu getur kremið hlaupið í kekki og þá líst ykkur eflaust ekki á blikuna, en haldið áfram að bæta smjörinu út í, hrærið vel og þið endið með þetta létta, fallega smjörkrem. Bætið vanilludropum og hvítu súkkulaði út í kremið, hrærið vel saman. Til að losna við loftið úr kreminu er gott að hræra kremið í 5 mínútur á lægsta hraða með K-inu (á Kitchen aid, annað sambærilegt á öðrum hrærivélum).
Samsetning:
Sprautið kreminu á einn hafrakoss og myndið samloku með því að loka með öðrum hafrakossi.

Riz à l’amande

Riz à l’amande

Grautur:
2 ¼ dl grautargrjón
1 ¼ l nýmjólk
2 vanillustangir
Salt
100 gr hvítt súkkulaði (ég notaði dropa)

Hitið ofn í 180°C með blæstri. Setjið bökunarpappír í botninn á eldföstu móti þannig að hann þekji hliðarnar líka. Setjið grjónin, mjólkina og salt í pottinn. Kljúfið vanillustangirnar, skafið fræin innan úr og bætið þeim ásamt vanillustöngunum út í. Setjið álpappír yfir eldfasta mótið og stingið nokkur göt á hann.
Bakið í ofni í 1,5 – 2 tíma, þar til hann er orðinn hæfilega þykkur. Hrærið í grautnum þegar eldunartíminn er hálfnaður. Þegar grauturinn er tilbúinn, bætið hvítu súkkulaði út í hann þannig að það bráðni. Ef það eru ekki notaðir súkkulaðidropar þarf að saxa súkkulaðið.
Kælið grautinn vel áður en ris a la mande er útbúið.

Riz à l’amande

Grauturinn hér að ofan
200 ml rjómi
2 msk flórsykur
100 g hakkaðar og ristaðar möndlur
Möndluflögur ef vill
Kirsuberjasósa

Þeytið rjóma og bætið flórsykrinum við. Blandið rjómablöndunni saman við kaldan grautinn.
Ristið og kælið hakkaðar möndlur. Einnig má rista möndluflögur ef það á að skreyta með þeim. Blandið ristuðu hökkuðu möndlunum saman við grautinn.
Setjið grautinn í skálar, hellið kirsuberjasósu yfir og skreytið með ristuðum möndluflögum.

 

Glæsilegt hlaðborð á Ásum

„Þetta er fallegasta gistihús sem ég hef heimsótt! Allt var svo notalegt og vel innréttað. Ég vissi ekki að það væri til svona staður á jörðinni! Morgunverðurinn var sá besti sem við fengum á meðan við fórum um Ísland!” segir ánægður gestur.

— HREFNA LAUFEY — JÓLIN — AKUREYRI — ÞORLÁKSMESSA — SMÁKÖKUR — SÍLD — RÚGBRAUР— JÓLASALAT — SVEPPAPATÉ — HAFRAKOSSAR — SMÁKÖKUR — Riz à l’amande

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.