Hríseyjarfiskisúpan góða
Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í alveg stórfína fiskisúpu. Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.
— HRÍSEY — FISKISÚPUR — SÚPUR — AKUREYRI —
.
Hríseyjarfiskisúpan góða
2 laukar
4 rif hvítlaukur
2 paprikur (nota tvo til þrjá liti svo súpan verði falleg)
1 Chilli ( ef dauft þá meira)
2/3 flaska hvítvín
1 dós Hunts niðursoðnir tómatar (Stewed tomatoes) skornir niður.
2 msk kjúklingakraftur
2 tsk Dijon sinnep
3 msk appelsínumarmelaði
salt og pipar eftir smekk.
Olía
vatn
Þorskur, lax og rækjur ( hægt að hvaða fisk sem er, mjög gott og eins fallegt í potti að nota nokkrar skeljar af krækling )
Laukur og paprika steikt í olíu
Allt sett út í ( ekki fiskur) hvítvínið látið sjóða niður um helming.
Ca. 1,5 lítri af vatni sett út og látið sjóða í um 10. Mín.
Saltað og piprað eftir smekk.
Fiskur settur út í, látið standa í nokkrar mín.
.
— HRÍSEY — FISKISÚPUR — SÚPUR — AKUREYRI —
.