Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey

Reyktur lundir, bjór, Surtsey, Vestmannaeyjar, Kjartan vídó villibráð prófastur fuglakjöt
Bjórsoðinn lundi

 

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey frá The Brothers Brewery

Með rómantík og reyktan lunda er sungið í þjóðhátíðarlaginu Í brekkunni frá 1989 en lagið er eftir Jón Ólafsson og textinn eftir Bjartmar Guðlaugsson. Það er varla hægt að fara á Þjóðhátíð í Eyjum nema að fá reyktan lunda, kartöflur, rófur og smjör.

#2017Gestabloggari 34/52 KJARTAN VÍDÓVILLIBRÁÐVESTMANNAEYJAR

.

Vestmanneyjingurinn og ljúfmennið Kjartan Vídó tók vel í að elda lunda og deila með lesendum:

Þegar minn góði vinur Albert Eiríksson leitaði til mín fyrir nokkru síðan um að gerast gestablokkari á alberteldar.com óskaði hann jafnframt eftir því að ég blandaði bjór inni í matreiðsluna. En við nokkrir félagar rekum brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Ég hef margoft notað bjór í matargerð en datt aldrei á eitthvað sem ég var nægilega ánægður með fyrir gestabloggið. Bjór hef ég notað til að búa til sinnep, bbq sósur, soðið krækling upp úr bjór og margt margt annað enda bjór frábær í matargerð.

Það var svo þegar ég var að keyra til Landaeyjahafnar á leiðinni á þjóðhátíð að ég datt niður á uppskrift sem gæti verið gaman að prufa. Ég ákvað að sjóða reyktan lunda upp úr dökkum porter sem við í The Brothers Brewery bruggum og heitir Surtsey. Surtsey er 7% sterkur og er frábær bjór t.d. með súkkulaðiköku og ís en hugmyndin að nota hann í soð með lundanum kemur að margir nota maltöl þegar reyktur lundi er soðinn. Á síðustu Bjórhátíð Íslands á Hólum vorum við með whisky tunnuþroskaðann Surtsey og fengum við 2.sætið yfir bestu bjóra hátíðarinnar með þann bjór.

Uppskriftin er frekar einföld. Ég setti 3dl af Surtsey í pott með lundanum og fyllti upp með vatni. Fékk rólega upp suðu í pottinum og leyfði lundanum sjóða þar í um 60 mínútur. Slökkti svo undir og leyfði lundanum kólna svo í soðinu. Sauð kartöflur og rófur með og smjór er mikilvægast þegar þetta er borðað. Með þessu drakk ég svo bjórinn Eldfell frá okkur en í hann notum við m.a. söl og chili.

#2017Gestabloggari 34/52 KJARTAN VÍDÓVILLIBRÁÐVESTMANNAEYJAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.