Auglýsing
Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt PASTA fljótlegur sveppir rjómaostur
Ostapasta frá pabba

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. 

Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Steinunn hefur eldað með mörgum af vinsælustu matgæðingum landsins í þáttunum sl. sex ár. Solla, Rikka, Jói Fel, Siggi Hall, Margrét í Hússtjórnarskólanum, Hrefna Sætran og fleiri hafa komið við sögu í hinum margverðlaunuðu þáttum Með okkar augum

STEINUNN ÁSAMEÐ OKKAR AUGUM#2017Gestabloggari35/52 — PASTA

.

Albert, Steinunn Ása og Bergþór við tökur á Með okkar augum
Steinunn Ása Elín Sveinsdóttir
Fjör hjá Steinunni Ásu

Í þetta skiptið gerði hún sinn eigin pastarétt sem vekur upp góðar minningar, því að „þetta er uppáhaldsrétturinn sem pabbi gerði“ eins og Steinunn segir með blik í auga. Þetta heppnaðist frábærlega, enda er það víst svo með okkur öll, að lífið er skemmtilegra ef maður tekur áskorunum og sigrast á þeim!

–PASTAMEÐ OKKAR AUGUM – ALLAR UPPSKRIFTIRNAR 

.

Marsibil
Marsibil sker sveppi og papriku

Það er einstaklega auðvelt að elda réttinn, en að sama skapi er hann afar ljúffengur. Uppistaðan er osta-tortellini með steiktum sveppum og papriku. En eins og Steinunn Ása segir: „Það skemmtilega við réttinn er að hægt er að láta hugmyndaflugið ráða ef maður vill skipta út grænmetinu fyrir t.d. spergilkáli, beikon, ristaðar hnetur, steiktan kjúkling í bitum eða nota annan ost, t.d. piparost.“

Ostapasta frá pabba

2 b osta-tortellini

2 b sveppir í sneiðum

1 rauð paprika skorin í bita

2 msk góð olía

1/2 ds Philadelphia ostur

1 dl matreiðslurjómi

salt og pipar

1 dl Parmesan ostur

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, skolið á sigti. Steikið sveppi í olíunni og bætið paprikunni saman við. Látið malla við lágan hita í nokkrar mínútur. Bætið við Philadelphia osti, matreiðslurjóma, salti og pipar. Blandið pastanu saman við og stráið Parmesan ostinum yfir.

.

STEINUNN ÁSAMEÐ OKKAR AUGUM#2017Gestabloggari35/52 — PASTA

— OSTAPASTA FRÁ PABBA, STEINUNN ÁSA SJÓNVARPSSTJARNA —

.

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.