Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey

Reyktur lundir, bjór, Surtsey, Vestmannaeyjar, Kjartan vídó villibráð prófastur fuglakjöt
Bjórsoðinn lundi

 

Reyktur lundi soðinn upp í bjórnum Surtsey frá The Brothers Brewery

Með rómantík og reyktan lunda er sungið í þjóðhátíðarlaginu Í brekkunni frá 1989 en lagið er eftir Jón Ólafsson og textinn eftir Bjartmar Guðlaugsson. Það er varla hægt að fara á Þjóðhátíð í Eyjum nema að fá reyktan lunda, kartöflur, rófur og smjör.

#2017Gestabloggari 34/52 KJARTAN VÍDÓVILLIBRÁÐVESTMANNAEYJAR

.

Vestmanneyjingurinn og ljúfmennið Kjartan Vídó tók vel í að elda lunda og deila með lesendum:

Þegar minn góði vinur Albert Eiríksson leitaði til mín fyrir nokkru síðan um að gerast gestablokkari á alberteldar.com óskaði hann jafnframt eftir því að ég blandaði bjór inni í matreiðsluna. En við nokkrir félagar rekum brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Ég hef margoft notað bjór í matargerð en datt aldrei á eitthvað sem ég var nægilega ánægður með fyrir gestabloggið. Bjór hef ég notað til að búa til sinnep, bbq sósur, soðið krækling upp úr bjór og margt margt annað enda bjór frábær í matargerð.

Það var svo þegar ég var að keyra til Landaeyjahafnar á leiðinni á þjóðhátíð að ég datt niður á uppskrift sem gæti verið gaman að prufa. Ég ákvað að sjóða reyktan lunda upp úr dökkum porter sem við í The Brothers Brewery bruggum og heitir Surtsey. Surtsey er 7% sterkur og er frábær bjór t.d. með súkkulaðiköku og ís en hugmyndin að nota hann í soð með lundanum kemur að margir nota maltöl þegar reyktur lundi er soðinn. Á síðustu Bjórhátíð Íslands á Hólum vorum við með whisky tunnuþroskaðann Surtsey og fengum við 2.sætið yfir bestu bjóra hátíðarinnar með þann bjór.

Uppskriftin er frekar einföld. Ég setti 3dl af Surtsey í pott með lundanum og fyllti upp með vatni. Fékk rólega upp suðu í pottinum og leyfði lundanum sjóða þar í um 60 mínútur. Slökkti svo undir og leyfði lundanum kólna svo í soðinu. Sauð kartöflur og rófur með og smjór er mikilvægast þegar þetta er borðað. Með þessu drakk ég svo bjórinn Eldfell frá okkur en í hann notum við m.a. söl og chili.

#2017Gestabloggari 34/52 KJARTAN VÍDÓVILLIBRÁÐVESTMANNAEYJAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.

Rolo ostaterta

Rolo ostaterta. Í stórafmæli á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Jarðaberja-og Baileysterta. Við Bergþór hittum eldhressar kvenfélagskonur í Grundarfirði og fórum yfir nokkur gagnlega atriði um borðsiði, kurteisi og annað. Þær slógu upp kökusamkeppni og fengu okkur til að dæma. Af mörgum góðum tertum sem voru í boði stóð þessi uppúr. Ingibjörg Anna, sem nýgengin er í kvenfélagið, kom sá og sigraði glæsilega.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave