Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta – öndvegis terta raw food kaka terta hollusta Pálínuboð cake
Avókadó hráterta, algjör öndvegis terta

Avókadó hráterta

Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum…. Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

FLEIRI HRÁTERTUR

.

Avókadó hrákaka

Botn:

1 ½ b kókosmjöl

1 ½ b möndlur

½ tsk sjávarsalt

3-400 g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín.

cayenne pipar á hnífsoddi

Fylling:

3 stór avókadó

½ b agave síróp

¼ b lime safi

Ferskir ávextir til að skreyta með, kíví, bláber eða annað.

Aðferð:
Botn: Malið kókosmjöl, möndlur og salt í matvinnsluvél í smástund. Hellið vatni af döðlunum og hrærið saman við, þar til deigið er orðið klístrað, gott er að setja svolítið agave síróp með. Leggið í form og kælið.

Fylling: Blandið öllu saman í matvinnsluvél, þar til hræran er silkimjúk. Hellið yfir botninn og frystið. Takið úr frysti u.þ.b. 30 mín. áður en kakan er borin fram. Skreytið að vild.

FLEIRI HRÁTERTUR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

D – vítamínið góða

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla.

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Fengum óvænt gesti með stuttum fyrirvara og ekkert til með kaffinu. Þá þarf að bretta upp ermar. Það tekur 12 mín. að baka botninn fyrir jarðarberjaostatertuna og skemmri tíma að útbúa fyllinguna. Til að flýta enn fyrir mér setti ég botninn inn í frysti skömmu eftir að hann kom úr ofninum.

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum. Tókum þátt í æfingakvöldi í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári æfðu sig fyrir fullum sal af fólki. Glæsilegt kvöld í alla staði.

Appelsínumöndlukaka – yndisleg og ljúf kaka

appelsínumöndluterta

Appelsínumöndlukaka. Þessi ljúfa appelsínumöndlukaka er fljótleg og góð og dásamlegur ylmur fyllir húsið þegar hún er bökuð! Það tekur innan við 15 mín að skella þessu saman og ekki nema hálftíma að baka hana. Hún er allt í senn frískandi en samt svo blíð og rík, flaujelsmjúk en þó svo smá hrjúf..

Sólberjasulta

Sólber Sólberjasulta

Sólberjasulta. Mikið óskaplega eru sólber bragðgóð og holl. Þegar við erum duglegir að tína sólber, þá sultum við úr hluta og pressum safann úr restinni af berjunum(og öðrum berjum) og frystum í klakapokum – klakana notum við svo í búst. Hratið má t.d. þurrka og blanda saman við múslí. Þeir sem ekki eiga berjapressu geta auðvitað soðið berin ásamt sykri, sítrónu og salti og pressað svo í gegnum sigti eða grisju.

Crostini með kantarellusveppum

Crostini með kantarellusveppum. Crostini eru litlar sneiðar af brauði, grillaðar eða ristaðar, með áleggi sem getur verið grænmeti, ostur eða kjöt. Oft eru sneiðararnar penslaðar með ólífuolíu. Stórfínt til að byrja á áður en sest er til borðs :)