Auglýsing
Brussel vöfflur - brjálæðislega góðar belgískar vöffluuppskrift belgía
Brussel vöfflur

Brussel vöfflur

Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar. Annars vegar er um að ræða Brussel vöfflur og Liege vöfflur. Liege vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er einnig gjörólíkt. Í Brusselvöflurnar er notað bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa vöfflur.

Eftir að við tókum eldhúsið í gegn í upphafi árs var tvennt sem hreint og beint gufaði upp. Annað var belgíska vöfflujárnið, eftir að hafa leitað dyrum og dyngjum ákváðum við að játa okkur sigraða og keyptum nýtt – viti menn, daginn eftir fundum við gamla vöfflujárnið…

VÖFFLURBELGÍABRUSSEL

.

Brussel vöfflur - brjálæðislega góðar

Brussel vöfflur

3 egg

1 1/2 b hituð mjólk

1-2 msk sykur

1 pk þurrger

6 1/2 dl sódavatn við stofuhita

3 ½ b hveiti

1 tsk lyftiduft

150 g smjör

¾ tsk salt

Skiljið að hvítur og rauður.
Hitið mjólk lítið eitt og setjið syk­ur og ger út í. Látið bíða í 10 mín.

Þeytið rauður og bætið gerblöndunni í. Þeytið áfram og hrærið sódavatni saman við.

Sigtið hveiti saman við og hrærið vel saman ásamt lyftidufti.
Bræðið smjör og stífþeytið hvítur.

Hellið smjöri í deigið og bætið hvítum varlega í ásamt salti. Látið deig bíða í 20-30 mín.
Þegar bólur koma á deigið er það tilbúið.

Smyrjið vöfflujárnið, þó að það sé non-sticker. Setjið 1/3 b deig í vöffluna. Þær eiga að vera stökkar og brúnar að utan.

Berið fram með ávöxtum, ís, súkkulaðisósu, flórsykri, púðursykri eða þeyttum rjóma.

Brussel vöfflur - brjálæðislega góðar

 

Matarvefur Morgunblaðsins gerðu vöfflunum góð skil

Brussel vöfflur - brjálæðislega góðar Albert

VÖFFLURBELGÍABRUSSEL

.

SaveSaveSaveSave

SaveSave

Auglýsing