Auglýsing
Avókadó hráterta – öndvegis terta raw food kaka terta hollusta Pálínuboð cake
Avókadó hráterta, algjör öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum…. Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

Avókadó hrákaka

Botn:

1 ½ b kókosmjöl

1 ½ b möndlur

½ tsk sjávarsalt

3-400 g döðlur, lagðar í bleyti í 10 mín.

cayenne pipar á hnífsoddi

Fylling:

3 stór avókadó

½ b agave síróp

¼ b lime safi

Ferskir ávextir til að skreyta með, kíví, bláber eða annað.

Aðferð:
Botn: Malið kókosmjöl, möndlur og salt í matvinnsluvél í smástund. Hellið vatni af döðlunum og hrærið saman við, þar til deigið er orðið klístrað, gott er að setja svolítið agave síróp með. Leggið í form og kælið.

Fylling: Blandið öllu saman í matvinnsluvél, þar til hræran er silkimjúk. Hellið yfir botninn og frystið. Takið úr frysti u.þ.b. 30 mín. áður en kakan er borin fram. Skreytið að vild.

FLEIRI HRÁTERTUR

Auglýsing