
Servíettur og nokkur servíettubrot. „Menn gæti þess ávallt að taka þerridúkinn af djúpa disknum, áður en maður hellir súpunni í hann. Þerridúkinn má aðeins nota til að þurrka sér um munninn og fingurna - fyrir alla muni ekki að snýta sér í hann eða þurrka af sér svitann á baki og brjósti, þó að heitt kynni að þykja inni, einkum þegar líður á 3. ræðuna fyrir minni húsmóðurinnar."