Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Bryndís Sveinsdóttir

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Á næstunni byrjar Bryndís að bjóða upp á grænmetissamlokur, grænmetisþeytinga og vegansúpu. Auk alls þessa er hægt að fá undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Hollasti bar á Íslandi. Á hverjum morgni fær Bryndís sendingu af fersku grænmeti

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Bryndís naut aðstoðar fjölskyldu og vina við undirbúninginn. Pabbi hennar smíðaði innréttingarnar, stór hluti þeirra er úr vörubrettum.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Á Rabbar-barnum eru afurðir frá Friðheimum. Þetta mun vera eini staðurinn fyrir utan framleiðslustaðinn sem vörurnar þeirra eru seldar.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll nýuppteknar kartöflur íslenskar

Kartöflusmælki er hreinasta lostæti. Ég fékk poka af smælki, hálfsauð, skar í tvennt og steikti í olíu ásamt rósmaríni, hvítlauk, salti og pipar. Mjög mjög gott.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Í austurhluta Hlemms eru borð og bekkir, þar geta gestir sest niður og borðað góðgætið af stöðunum. Bryndís sér um kryddjurtirnar á borðunum sem bæði eru til skrauts og líka fyrir viðskiptavini til að krydda matinn sinn.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum

Dásamleg vanilluterta með hindberjum. Píanóleikararnir Edda Erlendsdóttir og Peter Máté sáu um síðasta föstudagskaffi í Listaháskólanum - þeim er margt til lista lagt. Dúnmjúk vanillutertan var lofuð í hástert og kláraðist á skammri stundu.

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið. Marsibil söng eftirminnilega Einu sinni á ágústkvöldi með afa sínum í sextugsafmæli hans í Eldborg um daginn. Að launum fékk hún m.a. út af borða með öfum sínum og námskeið í borðsiðum á Apótekinu. Allt gekk þetta vel, enda er hún svo sem ágætlega að sér í borðsiðum, en alltaf er hægt að rifja upp og bæta sig. Við fórum yfir hvernig er skálað, hvað við gerum við servíettuna, hvernig haldið er á hnífapörum og margt annað. Drögum ekki að kenna börnum góða borðsiði og kurteisi. Þau elska svona reglur.

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave