Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum marentza poulsen
Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Fyrir tæplega tuttugu árum blés hún lífi í Grasagarðinn í Reykjavík með Café Flóru sem strax sló í gegn. Hin færeyska smurbrauðsjómfrú er engri lík – það má nú segja að hún kalli ekki allt ömmu sína!

MARENTZAÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Á bak við okkur Marentzu má sjá nýja afgreiðslu og splunkuný ljós í loftinu sem setja fallegan svip á staðinn.

Víst er að Borgfirðingurinn Jóhannes Kjarval hefði verðið ánægður með framtak Marentzu.

Bláberjapæ

Hindberjaostaterta

Sítrónupæ, “tarte au citron“.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli. Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.