Auglýsing

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Bryndís Sveinsdóttir

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Á næstunni byrjar Bryndís að bjóða upp á grænmetissamlokur, grænmetisþeytinga og vegansúpu. Auk alls þessa er hægt að fá undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Auglýsing

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Hollasti bar á Íslandi. Á hverjum morgni fær Bryndís sendingu af fersku grænmeti

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Bryndís naut aðstoðar fjölskyldu og vina við undirbúninginn. Pabbi hennar smíðaði innréttingarnar, stór hluti þeirra er úr vörubrettum.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Á Rabbar-barnum eru afurðir frá Friðheimum. Þetta mun vera eini staðurinn fyrir utan framleiðslustaðinn sem vörurnar þeirra eru seldar.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll nýuppteknar kartöflur íslenskar

Kartöflusmælki er hreinasta lostæti. Ég fékk poka af smælki, hálfsauð, skar í tvennt og steikti í olíu ásamt rósmaríni, hvítlauk, salti og pipar. Mjög mjög gott.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll

Í austurhluta Hlemms eru borð og bekkir, þar geta gestir sest niður og borðað góðgætið af stöðunum. Bryndís sér um kryddjurtirnar á borðunum sem bæði eru til skrauts og líka fyrir viðskiptavini til að krydda matinn sinn.

Rabbar barinn - Hlemmur mathöll Rabbar barinn - Hlemmur mathöll