Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati
Eggaldin eru í miklu uppáhaldi hér um þessar mundir. Veit bara ekki hvernig þetta gæða-grænmeti gat farið framhjá mér svo árum skiptir. Svo er eggaldinið hollt ekki síður en kínóa. Fjólublái liturinn á myndinni kemur af grófu bláberjasalti . Einfaldur, góður og hollur réttur sem tekur ekki svo langan tíma að útbúa. Þetta getur bæði verið aðalréttur eða meðlæti.
— SALÖT — EGGALDIN — SVEPPIR — SPÍNAT — GRÆNMETI —
.
Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati
2 stór eggaldin
4 msk góð olía
1 b kínóa
1 askja sveppir (250 g)
4 msk góð olía
1/2 rauð paprika, skorin gróft
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2-3 lúkur ferskt spínat
2 dl fetaostur
salt og pipar
Skerið eggaldin í frekar grófa bita. setjið í skál og hellið olíu yfir. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, eggaldinið á og bakið við 180°C í um 20 mín.
Skolið kínóa og sjóðið. Saxið sveppina gróft og steikið í olíu bætið við papriku og hvítlauk. Látið malla á lágum hita í nokkrar mínútur. Setjið eggaldi, spínat og feta út í og kryddið með salti og pipar.
— SALÖT — EGGALDIN — SVEPPIR — SPÍNAT — GRÆNMETI —
.