Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.
Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.
Kvennaskólinn hóf starfssemi á Blöndósi árið 1901 og ellefu árum síðar var þetta tignarlega skólahús við Blöndu tekið í notkun en áður starfaði skólinn á Ytri-Ey. Kvennaskólinn á Blönduósi var starfræktur til 1978. Núna er í Kvennsskólahúsinu starfrækt örðuvísi þekkingarsetur en áður. Þar er vinnuaðstaða sérfræðinga, skrifstofa Þekkingarseturs og Textílsetursins. Þá er í húsinu alþjóðleg textíllistamiðstöð og kennslueldhús grunnskólans – það sama og matreiðslunámskeiðið var haldið í.