Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði? hlaðborð jólahlaðborð kurteisi borðsiðir mannasiðir etiquette

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru:

— JÓLIN — JÓLAHLAÐBORР— KURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Borða fyr­ir pen­ing­inn

Al­veg sama hvað þér finnst þú vera að borga mikið fyr­ir kvöld­verðinn þá varstu bara að kaupa hann – veit­ingastaðurnn fylgdi ekki með. Ákveðin mann­gerð á það til að mæta og af því þeim finnst þeir borga svo mikið er „ég á þetta – ég má þetta” hegðunin alls­ráðandi.

Losa beltið

Eitt það ósmekk­leg­asta sem hægt er að sjá á jóla­hlaðborði er týp­an sem los­ar áber­andi um beltið og lýs­ir því dig­ur­barka­lega yfir að nú verði „étið fyr­ir pen­ing­inn.”

Hvar eru grænu baun­irn­ar?

Týp­an sem mæt­ir og af því að allt var ekki eins og hjá mömmu henn­ar í gamla daga fer hún í fýlu og húðskamm­ar blásak­lausa þjóna fyr­ir hvað þetta sé mik­il „hneisa” og „lé­legt”.

Klára ekki af disk­un­um

Það er óheyri­lega sorg­legt að fara inn í eld­hús með fulla diska af mat sem er hent. Bara af því að þetta er hlaðborð þýðir ekki að gest­ur­inn hafi sjálf­skipaðan rétt til þess að fara illa með mat­inn. Þetta er virki­lega al­geng sjón og oft er verið að fara inn í eld­hús með sneisa­fulla diska af reykt­um laxi og alls kon­ar fok­dýru hrá­efni sem end­ar í rusl­inu. Hér leik­ur Borða fyr­ir pen­ing­inn týp­an á alls oddi.

Drekka of mikið

Það er fátt sorg­legra en að vera fulla týp­an í jóla­hlaðborði. Þjón­ar eru meðvitaðir um þetta og kunna nokk­ur vel val­in trix eins og að rek­ast reglu­lega í drukknu ein­stak­ling­ana til að forða þeim frá því að logn­ast út af. Þessi týpa er yf­ir­leitt á böm­mer dag­inn eft­ir og náði að setja leiðin­leg­an blett á ann­ars gott kvöld.

Einn, tveir og byrja

Óþol­in­móða týp­an mæt­ir og vill borða. Það er eins og hug­mynda­fræðin á bak við hlaðborð sé ekki að skila sér og að bætt sé við þann mat sem klár­ast. Oft er mik­ill æs­ing­ur í fólki og lang­ar raðir mynd­ast.

— JÓLIN — JÓLAHLAÐBORР— KURTEISI/BORÐSIÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Móðir jörð - Vallanes á Héraði. Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Ég fór í hlaðborð þar í vikunni og fékk dásamlegar tertur á eftir

Quiche Lorraine – franska góða bakan

QUICHE LORRAINE - franska bakan góða. Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.