Public House

Public House
Public House

Public House

Við Laugaveginn í Reykjavík, rétt fyrir ofan Klapparstígsgatnamótin er veitingahúsið Public House. Notalegur vinsæll staður sem greinilega margir njóta að heimsækja beint af götunni. Þann tíma sem við sátum á Public House var stöðugt rennerí og staðurinn svo að segja fullsetinn allt kvöldið. Tónlistin var lítið eitt hávær án þess þó að trufla. Það var svolítið eins og starfsfólkið væri ýmist að hækka eða lækka sér til ánægju eftir því hvaða lag var verið að spila. Aðallega var spiluð tónlist frá áratugunum eftir 1950 til aldamóta.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR

.

Patric vaktstjóri og hans fólk snérist í kringum gesti með bros á vör. Á Public House er hádegisseðill frá 11.30 -15 og frá kl.15 er smáréttaseðill.  Hægt að fá Omakeze, átta rétta óvissumatseðil.

 

Við fórum í ævintýralega óvissuferð og byrjuðum á smáréttum og fordrykkjum.
Fordrykkirnir voru Where´s My Tie! og High Five. Báðir bornir fram í fallegum glösum og báðir brögðuðust þeir vel og stóðust væntingar.

 

Stökkt kjúklingaskinn með trufflu og kartöfludippi kom með fordrykkjunum. Gott til að narta í með léttvíns- eða bjórglasi. Skinnið er örþunnt, salt og baðað í sesamfræjum. Skinnflögunum er stungið í maukaðar kryddkartöflur

 

Smápitsa með rauðrófum geitaostur, og truffluponzu. Það marrar í stökkum, djúpsteiktum botninum og rauðrófurnar og annað harmónerar afar vel saman. Réttur sem mæla má með – án gríns þið verðið að smakka þessar óvanalegu pitsur

Shisito pipar með kóriander, engifer og sesamfræjum. Hressandi réttur sem við fyrstu sýn virkaði sterkur á diskinum án þess að vera það þegar hann var kominn í munninn

Grænmeitsdumplings með bragðmikilli sósu. Hrikalega góður réttur sem rífur aðeins í en sósan er engu lík. Mjög, mjög gott eftirbragð.

Kemur ekki þessi fína hörpuskel, ristuð með brenndu chorizo-pylsu og aji amarillo smjöri (paprika frá Argentínu), smekklega fram borið í djúpum diski á fjörusteinum. Rétturinn heitir How do you like Iceland? Bragðmikil pylsa í ljúffengum rétti.

Sashimi úr túnfiski með ástríðualdini og jalapeno, skreytt með vorlauk, rice krispies og sultuðum lauk. Léttur og góður réttur, með mildum súrum keim.

Djúpsteiktir anda-chop sticks með truffluponzu (japönsk citrus sósa í soja) og graslauk. Með þessu var Labouré Chablis. Sósan var létt og góð, bragðmikill réttur.

 

 

Þá fengum við okkur mjög lystuga smá-hamborgara með beikoni í gufusoðnu brauði, með pico de gallo (tómatsalsa), sem gerði gæfumuninn, reyktum sýrðum rjóma, chipotle (pipar) barbecue og þunnum, sætum frönskum kartöflum.

Z & B Nigiri. Nauta nigiri (minnir á sushi, hrísgrjón undir og hrátt nautakjöt eða mjög léttsteikt ofan á), lynghænuegg, og trufflu-ponzu. Trufflur einkenna staðinn. Wasabi og engifer var borið með. Einnig sætar kartöflur með jalapeno sósu. Allt mikil áskorun fyrir bragðlaukana, hér er enginn bragðlaus matur.

Humar tempura sushi maki rúlla með sriracha mayo, avókadó og chili crumble. Brjálæðislega gott.

Kjúklingaspjót, aji amarillo sósa með afgerandi chili og sítrónubragði, graslaukur. Stökk og ótrúlega mjúk að innan

Lísa í Undralandi, blómkál, eggaldin, shitake sveppir, með engifer miso sósu skoraði eiginlega hæst hjá öllum. Rosalega bragðgóður réttur.

Eftirréttir voru af ýmsu tagi, ís tertur og ávextir. Yfir þetta var stráð súkkulaði.
Hindberjasorbet gerði feiknalega lukku. Karamelluostaterta. Jarðaberjasúkkulaðikaka og skyrsorbet.

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tilbreyting á matnum á tyllidögum

Allar húsmæður ættu að gjöra sér far um tilbreytingu á matnum. Á tyllidögum skal ætið gjöra breytingu til hins betra til að gæða fólkinu í munni.
-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.