Hafrakossar – jólalegar smákökur
Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst” Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði.
#2017Gestabloggari44/52 — BREIÐDALUR — SMÁKÖKUR — JÓLINJÓLIN — HAFRAKOSSAR —
.
Hafrakossar
250 gr mjúkt smjör
2 dl púðursykur
1 dl sykur
1 egg
2 tsk vanilluexrackt
3 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
6 dl haframjöll fínt
Aðferð
Hitið ofnin í 170 gráður m/ blæstri.
Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggi og vanillu út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrum út í og blandið létt saman. Setjið með tveimur teskeiðum á plötu með bökunarpappír og þrístið aðeins ofan á. Bakið í 8-10 mín. Kælið.
Krem.
150 gr mjúkt smjör
250 gr flórsykur
2 msk rjómi
1 tsk vanilluextract
Aðferð.
Allt þeytt vel saman þangað til að kremið og er orðið vel “hvítt”. Kreminu smurt eða sprautað á kökunar og þær setar saman.
Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur
🎄
#2017Gestabloggari44/52 — BREIÐDALUR — SMÁKÖKUR — JÓLINJÓLIN —HAFRAKOSSAR —
🎄