Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur jólabakstur húsmæðraskóli kvennaskóli  jólin Karl Indriðason Benedikt Jónsson breiðdalur breiðdalsvík HússtjórnarskólINN á Hallormsstað  jólabakstur smákökur hallormsstaður SMÁKÖKUUPPSKRIFTIR
Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst” Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði.

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

.

Karl Indriðason
Karl Indriðason

Hafrakossar

250 gr mjúkt smjör

2 dl púðursykur

1 dl sykur

1 egg

2 tsk vanilluexrackt

3 dl hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 tsk kanill

6 dl haframjöll fínt

Aðferð

Hitið ofnin í 170 gráður m/ blæstri.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggi og vanillu út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrum út í og blandið létt saman. Setjið með tveimur teskeiðum á plötu með bökunarpappír og þrístið aðeins ofan á. Bakið í 8-10 mín. Kælið.

Krem.

150 gr mjúkt smjör

250 gr flórsykur

2 msk rjómi

1 tsk vanilluextract

Aðferð.

Allt þeytt vel saman þangað til að kremið og er orðið vel “hvítt”. Kreminu smurt eða sprautað á kökunar og þær setar saman.

Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur

🎄

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

— HAFRAKOSSAR —

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?