Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur jólabakstur húsmæðraskóli kvennaskóli  jólin Karl Indriðason Benedikt Jónsson breiðdalur breiðdalsvík HússtjórnarskólINN á Hallormsstað  jólabakstur smákökur hallormsstaður SMÁKÖKUUPPSKRIFTIR
Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst” Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði.

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

.

Karl Indriðason
Karl Indriðason

Hafrakossar

250 gr mjúkt smjör

2 dl púðursykur

1 dl sykur

1 egg

2 tsk vanilluexrackt

3 dl hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 tsk kanill

6 dl haframjöll fínt

Aðferð

Hitið ofnin í 170 gráður m/ blæstri.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggi og vanillu út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrum út í og blandið létt saman. Setjið með tveimur teskeiðum á plötu með bökunarpappír og þrístið aðeins ofan á. Bakið í 8-10 mín. Kælið.

Krem.

150 gr mjúkt smjör

250 gr flórsykur

2 msk rjómi

1 tsk vanilluextract

Aðferð.

Allt þeytt vel saman þangað til að kremið og er orðið vel “hvítt”. Kreminu smurt eða sprautað á kökunar og þær setar saman.

Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur

🎄

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

— HAFRAKOSSAR —

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone

Albert, Signý og Steinunn

Fylltar pönnukökur með ávaxtamascarpone. Það eru notalegar og hlýjar minningar sem flestir eiga tengdar pönnukökum. Hver man ekki eftir pönnukökustöflunum í hinum og þessum veislum. Þegar ég baka pönnukökur er ég með tvær pönnur(stundum þrjár), en mikið dáist ég að húsmæðrum á öldum áður sem aðeins höfðu eina pönnu og voru með stór heimili.

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur

Rabarbara-og jarðarberjadrykkur. Þessi svalandi ískaldi drykkur er bragðgóður og mjög fallegur á litinn. Í heimsókn okkar til Kristjáns og Rögnu í Reykjadalnum í sumar fengum við þennan fagurrauða svaladrykk.

SaveSave

SaveSave

Vinkvennakaffi Alberts

Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.