Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur jólabakstur jólin Karl Indriðason Benedikt Jónsson breiðdalur breiðdalsvík HússtjórnarskólINN á Hallormsstað SMÁKÖKUUPPSKRIFTIR
Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst” Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði.

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

.

Karl Indriðason
Karl Indriðason

Hafrakossar

250 gr mjúkt smjör

2 dl púðursykur

1 dl sykur

1 egg

2 tsk vanilluexrackt

3 dl hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 tsk kanill

6 dl haframjöll fínt

Aðferð

Hitið ofnin í 170 gráður m/ blæstri.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggi og vanillu út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrum út í og blandið létt saman. Setjið með tveimur teskeiðum á plötu með bökunarpappír og þrístið aðeins ofan á. Bakið í 8-10 mín. Kælið.

Krem.

150 gr mjúkt smjör

250 gr flórsykur

2 msk rjómi

1 tsk vanilluextract

Aðferð.

Allt þeytt vel saman þangað til að kremið og er orðið vel “hvítt”. Kreminu smurt eða sprautað á kökunar og þær setar saman.

Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur

🎄

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

— HAFRAKOSSAR —

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.