Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur jólabakstur húsmæðraskóli kvennaskóli  jólin Karl Indriðason Benedikt Jónsson breiðdalur breiðdalsvík HússtjórnarskólINN á Hallormsstað  jólabakstur smákökur hallormsstaður SMÁKÖKUUPPSKRIFTIR
Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst” Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði.

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

.

Karl Indriðason
Karl Indriðason

Hafrakossar

250 gr mjúkt smjör

2 dl púðursykur

1 dl sykur

1 egg

2 tsk vanilluexrackt

3 dl hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 tsk kanill

6 dl haframjöll fínt

Aðferð

Hitið ofnin í 170 gráður m/ blæstri.

Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggi og vanillu út í og blandið vel saman við.
Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti, kanil og bætið út í smjörblönduna og hrærið létt saman. Bætið höfrum út í og blandið létt saman. Setjið með tveimur teskeiðum á plötu með bökunarpappír og þrístið aðeins ofan á. Bakið í 8-10 mín. Kælið.

Krem.

150 gr mjúkt smjör

250 gr flórsykur

2 msk rjómi

1 tsk vanilluextract

Aðferð.

Allt þeytt vel saman þangað til að kremið og er orðið vel “hvítt”. Kreminu smurt eða sprautað á kökunar og þær setar saman.

Uppskriftin birtist á hinni ágætu matarbloggsíðu Eldhúsperlur

🎄

#2017Gestabloggari44/52BREIÐDALURSMÁKÖKURJÓLINJÓLINHAFRAKOSSAR

— HAFRAKOSSAR —

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brauðtertudrottningin Ásdís

 

Brauðtertudrottningin Ásdís. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ég er afar svagur fyrir brauðtertum. Kona er nefnd Ásdís Hjálmtýsdóttir. Nafn hennar hefur oft verið nefnt þegar talað er um (brauð)tertur, annað kaffimeðlæti já eða bara hvaða veitingar sem er. Um daginn hitt ég Ásdísi í búð og nefndi við hana hvort hún vildi hringja í mig næst þegar hún setti á brauðtertu. Það liðu ekki margir dagar þangað til Ásdís hringdi og ég fór og myndaði herlegheitin. Auk þess að útbúa brauðtertur var hún með perutertu, marengstertu með kókosbollurjóma á milli, heita rétti og rjómatertur með vanillubúðingi á milli. Þess má geta að Ásdís er með veitingaþjónustu auk þess að matbúa fyrir börn og starfsfólk á leikskóla.

Marengsrúlluterta með myntukremi – Þjóðlegt með kaffinu

Marengsrúlluterta með myntukremi. Jóna Símonía Bjarnadóttir og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir gefa út bækurnar Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Þær halda einnig úti síðu á fasbókarsíðunni Þjóðlegt með kaffinu. Þær eru báðar sagnfræðingar þannig að áhuginn á matargerð fyrri tíma á sér fræðilegan bakgrunn. Hugmyndin að bókunum kviknaði fyrir nokkrum árum þegar þær voru að velta fyrir sér hvað væri hægt að selja erlendum ferðamönnum sem væri bæði létt og fyrirferðarlítið í farangri.

Kókosbollusprengja

Kókosbollusprengja - DSC02357Kókosbollusprengja. Ef þið eruð í megrun eða í einhverju átaki getið þið hætt að lesa núna því þessi flokkast seint undir heilsu- eða megrunarrétti. Stundum er gaman að missa sig og gera það bara hressilega. Kolla elskulega frænka mín sem á Völu kókosbolluverksmiðjuna kemur reglulega með splunkunýjar bollur og þá eru fyrst borðaðar svona fimm í einu og síðan er ágætt að útbúa eina Kókosbollusprengju eða annað góðgæti.