Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.
Í einni rauðvínsflösku sem er 750 ml eru um 635 hitaeiningar. Áætla má fimm glös úr flöskunni þannig að eitt glas af rauðvíni telur um 125 hitaeiningar. Heldur færri hitaeiningar eru í hvítvíni eða 595 í hverri flösku.
Í glasi af freyðivíni eru um 95 hitaeiningar.
Flestar bjórtegundir á Íslandi eru um 4-6%. Fleiri hitaeiningar eru í bjórnum eftir því sem hann er sterkari: 3,8% bjór inniheldur 35 hitaeiningar í hverjum 100 g, í sama magni af 4,5% bjór eru 39 hitaeiningar. 5% bjór inniheldur 45 hitaeiningar og í 5,6% bjór eru 46 hitaeiningar í 100 g. Sá sem drekkur tvo lítra af bjór fær því um 700-900 hitaeiningar.
— FREYÐIVÍN – SKÁLAÐ — BORÐSIÐIR – BJÓR — FREYÐIVÍNSFRÓÐLEIKUR —
.
— HITAEININGAR Í FREYÐIVÍNI, BORÐVÍNI OG BJÓR —
.