Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? er vín fitandi LÉTTVÍN
Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? 

Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.  

Í einni rauðvínsflösku sem er 750 ml eru um 635 hitaeiningar. Áætla má fimm glös úr flöskunni þannig að eitt glas af rauðvíni telur um 125 hitaeiningar. Heldur færri hitaeiningar eru í hvítvíni eða 595 í hverri flösku.

Í glasi af freyðivíni eru um 95 hitaeiningar.

Flestar bjórtegundir á Íslandi eru um 4-6%. Fleiri hitaeiningar eru í bjórnum eftir því sem hann er sterkari: 3,8% bjór inniheldur 35 hitaeiningar í hverjum 100 g, í sama magni af 4,5% bjór eru 39 hitaeiningar. 5% bjór inniheldur 45 hitaeiningar og í 5,6% bjór eru 46 hitaeiningar í 100 g. Sá sem drekkur tvo lítra af bjór fær því um 700-900 hitaeiningar.

FREYÐIVÍNSKÁLAÐBORÐSIÐIRBJÓRFREYÐIVÍNSFRÓÐLEIKUR —

.

— HITAEININGAR Í FREYÐIVÍNI, BORÐVÍNI OG BJÓR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.