Balsamsírópslegin jarðarber með rjómaostakremi

Hildigunnur Einarsdóttir söngkona parís frakkland jarðarber balsamedik jóhanna þórhallsdóttir
Í bóhemlífinu í París þróaðist þessi eftirréttur, Balsamsírópslegin jarðarber

Balsamsírópslegin jarðarber með rjómaostakremi

Hildigunnur Einarsdóttir er afar flink í eldhúsinu, eins og hún á kyn til (dóttir Jóhönnu Þórhalls 🙂 ) Hildigunnur dvaldi veturlangt í París með Siggu vinkonu sinni strax eftir menntaskóla. Þar þróaðist eftirréttur í bóhemlífinu.

🍓

HILDIGUNNUR EINARSJARÐARBERJÓHANNA ÞÓRHALLSFRAKKLAND

🇫🇷

Balsamsírópslegin jarðarber með rjómaostakremi

Eitt stórt box af jarðarberjum (u.þ.b. 300 g)
6 msk af góðu balsamediki
3 msk af sykri eða sætu af eigin vali.
Látið jarðarberin standa í amk 2 tíma í ísskáp í balsamsírópinu

Krem

200 g rjómaostur
3 msk hlynsíróp
½ tsk vanilludropar eða fræ úr hálfri vanillustöng
2 tsk appelsínubörkur
1 msk safi úr appelsínu

Borið fram með limeberki og basilikulaufi ef vill.

Hildigunnur og Albert

🍓

HILDIGUNNUR EINARSJARÐARBERFRAKKLAND

BALSAMSÍRÓPSLEGIN JARÐARBER

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.