Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum kókosbollueftirréttur eftirréttur bláber makkarónukökur portvín rjómi kókosbollur jarðarber apríkósur þorgrímsstaðir
Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum.

Stundum er tíminn takmarkaður til að útbúa eftirrétti. Þessi varð eiginlega saminn á staðnum og svo sem ekki stuðst við nákvæm mál. En ég skal samt gera mitt besta og skrifa niður málin nokkurnvegin rétt.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIRMAKKARÓNUR

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

1 dl apríkósur

1 msk sítrónusafi

2 dl makkarónukökur muldar gróft

2 msk portvín

1/2 l rjómi

4 kókosbollur

1/2 b hrískúlur

bláber, jarðarber

Saxið apríkósur gróft og blandið sítrónusafa saman við.

Setjið muldu makkarónukökurnar í skál og hellið portvíninu yfir.

Stífþeytið rjómann.

Blandið kókosbollum saman við rjómann með sleikju. Bætið þvínæst apríkósum, makkarónukökum, berjum (ávöxtum) og hrískúlum.

.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIRMAKKARÓNUR

— BERJAEFTIRRÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kladdkaka

Kladdkaka

Kladdkaka. Fyrir allar aldir í morgun bönkuðum við Þórhildur uppá hjá afmælisbarni dagsins, Þórhildi Helgu og buðum okkur í afmæliskaffi. Þórhildur bakaði Kladdköku og kom með.

SaveSave

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd – nokkur ráð

 

Stór veisla, undirbúningur og framkvæmd - nokkur ráð. Þann 16. ágúst giftum við Bergþór okkur. Við lögðum vinnu í undirbúning og skipulagningu og fengum aðstoð frá fjölmörgum. Góð kona benti okkur á að því meiri tíma sem við legðum í undirbúninginn, því eftirminnilegri yrði giftingardagurinn.

Engar tvær veislur eru eins og það sama á við um undirbúninginn. Hef fengið hvatningu til að setja hér inn nokkra punkta um hvernig undirbúningurinn og veislan sjálf var, punkta sem geta nýst fólki sem er að fara að skipuleggja stórar veislur. Til að forðast misskilning þá eru þetta engar reglur, aðeins punktar um hvernig við gerðum þetta.