Súkkulaði- og bananakúlur
Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.
Hann á það til að taka helstu lýsingarorð sem virka vel á fólk og setja þau saman eitt: FALLEGUR. Um daginn kom hann og sagði: Þú ert mjög fallegur! (ég vissi nokkuð hvað klukkan sló) og hann bætti við: Þú ert mjög, mjög fallegur. Má ég núna fara í tölvuna?
— ÓLAFUR BRAGASON — AFMÆLI —
.
Hr. Ólafur hefur áður komið hér við sögu. Á eins árs afmælinu var Döðluterta tileinkuð honum og í fyrra var Jarðarberjaterta.
.
Súkkulaði- og bananakúlur
1 b döðlur
2/3 b möndlur
1/3 b pistasíur
1 b hnetur (ég blandaði saman valhnetum og kasjú)
1/2 dl sesamfræ
2 msk hörfræ
2 msk kakó
1/3 tsk salt
smá chili
1 dl kókosmjöli, meira ef deigið er blautt + kókosmjöl til að velta kúlum uppúr
1 tsk vanilla
2 bananar
1-2 msk mjög sterkt kaffi
Saxið döðlurnar og látið þær liggja í vatni í um 15 mín.
Setjið möndlur, pistasíur, hnetur, sesafmræ, hörfræ í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of fínt. Setjið í hrærivélaskál ásamt döðlum (hellið vatni af þeim), kakói, salti, chili, kókosmjöli, vanillu, banönum og kaffi í hrærivélaskál og hnoðið saman á lægstu stillingu. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Kælið.
–
— ÓLAFUR BRAGASON — AFMÆLI —
–