Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur hráfæði raw food Ólafur Bragason afmæli
Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur

Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Hann á það til að taka helstu lýsingarorð sem virka vel á fólk og setja þau saman eitt: FALLEGUR. Um daginn kom hann og sagði: Þú ert mjög fallegur! (ég vissi nokkuð hvað klukkan sló) og hann bætti við: Þú ert mjög, mjög fallegur. Má ég núna fara í tölvuna?

ÓLAFUR BRAGASONAFMÆLI

.

Súkkulaði- og bananakúlur ólafur afmælisbarn
Ólafur afmælisbarn

Hr. Ólafur hefur áður komið hér við sögu. Á eins árs afmælinu var Döðluterta tileinkuð honum og í fyrra var Jarðarberjaterta.

.

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur

1 b döðlur

2/3 b möndlur

1/3 b pistasíur

1 b hnetur (ég blandaði saman valhnetum og kasjú)

1/2 dl sesamfræ

2 msk hörfræ

2 msk kakó

1/3 tsk salt

smá chili

1 dl kókosmjöli, meira ef deigið er blautt + kókosmjöl til að velta kúlum uppúr

1 tsk vanilla

2 bananar

1-2 msk mjög sterkt kaffi

Saxið döðlurnar og látið þær liggja í vatni í um 15 mín.

Setjið möndlur, pistasíur, hnetur, sesafmræ, hörfræ í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of fínt. Setjið í hrærivélaskál ásamt döðlum (hellið vatni af þeim), kakói, salti, chili, kókosmjöli, vanillu, banönum og kaffi í hrærivélaskál og hnoðið saman á lægstu stillingu. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.  Kælið.

ólafur 6 ára

ÓLAFUR BRAGASONAFMÆLI

— SÚKKULAÐI OG BANANAKÚLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.