Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur hráfæði raw food Ólafur Bragason afmæli
Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur

Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Hann á það til að taka helstu lýsingarorð sem virka vel á fólk og setja þau saman eitt: FALLEGUR. Um daginn kom hann og sagði: Þú ert mjög fallegur! (ég vissi nokkuð hvað klukkan sló) og hann bætti við: Þú ert mjög, mjög fallegur. Má ég núna fara í tölvuna?

ÓLAFUR BRAGASONAFMÆLI

.

Súkkulaði- og bananakúlur ólafur afmælisbarn
Ólafur afmælisbarn

Hr. Ólafur hefur áður komið hér við sögu. Á eins árs afmælinu var Döðluterta tileinkuð honum og í fyrra var Jarðarberjaterta.

.

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur

1 b döðlur

2/3 b möndlur

1/3 b pistasíur

1 b hnetur (ég blandaði saman valhnetum og kasjú)

1/2 dl sesamfræ

2 msk hörfræ

2 msk kakó

1/3 tsk salt

smá chili

1 dl kókosmjöli, meira ef deigið er blautt + kókosmjöl til að velta kúlum uppúr

1 tsk vanilla

2 bananar

1-2 msk mjög sterkt kaffi

Saxið döðlurnar og látið þær liggja í vatni í um 15 mín.

Setjið möndlur, pistasíur, hnetur, sesafmræ, hörfræ í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of fínt. Setjið í hrærivélaskál ásamt döðlum (hellið vatni af þeim), kakói, salti, chili, kókosmjöli, vanillu, banönum og kaffi í hrærivélaskál og hnoðið saman á lægstu stillingu. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.  Kælið.

ólafur 6 ára

ÓLAFUR BRAGASONAFMÆLI

— SÚKKULAÐI OG BANANAKÚLUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar „Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil."

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.