Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun sandra Eyjólfur

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega.

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun Heilsu og útliti í Hlíðarsmára

Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Sandra tók á móti okkur með brosi á vör og fór fyrst með okkur í sogæðameðferð. Við byrjuðum á hálftíma í hitaklefa og síðan vorum við nuddaðir með olíu og grófu sjávarsalti á meðan við lágum á heitum nuddbekknum. Eftir það fór hún með okkur í annað herbergi, þar lögðumst við á bekk og fengum á okkur súrefnishjálm og fengum sogæðanudd klæddir í sérstakar þrýstingsbuxurÞar sofnaði ég og dreymdi Michael Jackson…nei grín en hann mun hafa sofið í einhvers konar súrefnisbúri (segir sagan).

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson

Tannhvíttun. Eiginmaður Söndru, Eyjólfur Kristjánsson söngvari, tók svo við okkur. Hann er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann lærði að hvítta tennur með sérstakri aðferð. Við lögðumst á bekkinn hjá Eyfa og hann frískaði upp á tennur okkar.

Með mikilli ánægju deili ég því hér að þetta var algjörlega ógleymanlegt, mjög þægilegt og endurnærandi.

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Heilsa og útlit, Sandra Lárusdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Eyfi,

Ísland í dag fjallaði um tannhvíttunina

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.