Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega.
Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Sandra tók á móti okkur með brosi á vör og fór fyrst með okkur í sogæðameðferð. Við byrjuðum á hálftíma í hitaklefa og síðan vorum við nuddaðir með olíu og grófu sjávarsalti á meðan við lágum á heitum nuddbekknum. Eftir það fór hún með okkur í annað herbergi, þar lögðumst við á bekk og fengum á okkur súrefnishjálm og fengum sogæðanudd klæddir í sérstakar þrýstingsbuxur. Þar sofnaði ég og dreymdi Michael Jackson…nei grín en hann mun hafa sofið í einhvers konar súrefnisbúri (segir sagan).
Tannhvíttun. Eiginmaður Söndru, Eyjólfur Kristjánsson söngvari, tók svo við okkur. Hann er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann lærði að hvítta tennur með sérstakri aðferð. Við lögðumst á bekkinn hjá Eyfa og hann frískaði upp á tennur okkar.
Með mikilli ánægju deili ég því hér að þetta var algjörlega ógleymanlegt, mjög þægilegt og endurnærandi.
Ísland í dag fjallaði um tannhvíttunina