Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga kurteisi námskeið borðsiðir Apótekið restaurant apótek

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

BORÐSIÐIR

.

Á meðan við fórum yfir borðsiði og kurteisi snæddum við grænmetis- og eggjaböku. Með henni var salat, sinnepssósa og rósmarínkartöflur.

 

Í lokin fórum við á Apótekið og borðuðum þar saman. Frá vinstri: Albert, Elín, Alexander, Birta, Isabella, Ásta, Aþena og Bergþór

Frá vinstri: Albert, Elín, Alexander, Birta, Isabella, Ásta, Aþena og Bergþór

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.