Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni – gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Útsýnið frá efstu hæð Perlunnar er einstakt

 

 

 

 

 

 

Það eru gamlar fréttir og nýjar að súkkulaðitertur heilla ungdóminn. Marsibil fannst tertan betri en Ólafur var ánægðari með kremið 🙂

 

Sítrónuostakaka

Gulrótaterta

Páll spjallar við langafabörnin, hann nýtir hvert tækifæri til að fræða þau og fræðast af þeim

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.